Á sandi byggði heimskur maður hús!

Þegar fjármálakerfi lands býr ekki við traust regluverk og eftirlitskerfi, þá er ekki von á góðu!  Ekki hefur mátt setja neinar skorður við starfsseminni og Fjármáleftirlitið hafði engin tök á að fylgjast með og fylgja eftir athugasemdum sínum.  "Hlutverk stjórnvalda er að búa fyrirtækjum gott umhverfi."  Hver kannast ekki við svona frasa?  Ekki mátt setja reglur og lög til að trufla kapítalistana ekki við vinnu sína,  sem sé við að græða peninga, mikla peninga með öllum ráðum, hvað sem það kostar! 

Sem er nákvæmlega það sem kapítalismi snýst um.  Að hámarka gróðann!  Og það mátti sem sagt ekki trufla gangverkið með því að setja því heilbrigðar skorður og reglur!  Markaðurinn skyldi ráða!

Hér situr því hnípin og skömmustuleg þjóð vegna þess að hún byggði allt fjármálakerfið á kviksyndi græðginnar!


mbl.is Verða að svara til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband