Íslenskir stjórnmálamenn.

Það er athyglisvert, sem útlendur fræðimaður heldur fram.  Að ríkisstjórn og seðlabankastjórn valin af handahófi úr símaskránni hefði staðið sig betur er þetta lið, sem situr við völdin.  Segir þetta ekki allt sem segja þarf um íslensk stjórnvöld, framistöðu þeirra og getuleysi?

Grunaði ekki Gvend!

 

Þetta hefur mig lengi grunað.  Það væri að sjálfsögðu alveg sjálfsagt að senda þetta lið í Námsflokkana.  Sumir virðast ekki skilja né tala sitt eigið tungumál, íslensku.  Því er oft ansi spaugilegt að hlusta á þetta fólk tala um ýmis mál, einsog t.d. efnahagsmál og hagfræði.  Í fyrsta lagi tala þeir tungumál, sem þeir kunna ekki alveg nógu vel og svo eru þeir að tjá sig um hluti sem þeir  botna hvorki upp né niður í.  Og ekki er von á góðu, þegar þeir þykjast vera að tala útlend tungumál um mál, sem þeir skilja ekki alveg nógu vel.  Svo bætist við, hvað sumir eru gjarnir á að hlaupa út undan sér, þegar þeir eru að fjalla um viðkvæm málefni.  Svakalegasta dæmið er Davíð Oddsson í nýlegum Kastljósþætti.

Íslenskir stjórnmálamenn þurfa ekki aðeins túlka, heldur líka einskonar "kommisara eða uppeldisfulltrúa" sér við hlið til að passa uppá mannasiði og líka til  að stoppa þá af þegar vitleysan fer af stað!  

 

 

 

 

 

 

 

gasta


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband