3.10.2008 | 15:51
Þorsteinn Már kallaður á teppið?
Getur verið að Þorsteinn Már hafi verið tekinn á teppið Bláu Handarinn? Miðað við hvernig hann, og fleiri hluthafar, hefur talað áður sýnist mér að einhver hafi sett á hann þumalskrúfurnar! Og allar hina stóru hluthafana! En kannski vita þeir, að þeim sé best að forða sér bara og ríkið hirði góssið, hver veit? Einkennilegt! Mennirnir, sem hafa talað af heilagri vandlætingu um framkomu Seðlabankans og ríkisins um síðustu helgi, og yfirtöku og bankarán, hafa nú beygt sig eða hafa verið beygðir til að samþykkja allt sem þeir áður töldu af og frá. Hvað er í gangi, ég bara spyr!
![]() |
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 15:40
Á botninum?
Þetta sagði Geir H. Haarde þjóðinni í vor og hver er staðan. Heyrst hefur að fyrirtæki sem eiga fé séu umvörpum að koma því úr landi. Leyti til þess allra leiða. Sáralítill gjaldeyrir er að öðruleyti til í landinu vegna sofandaháttar ríkisstjórnarinniar og valdabrölts DO í Seðlabankanum. Það getur vel verið að Vilhjálmi finnist að ekki sé hægt að komast neðar. Og það er alveg rétt hjá honum! En ef marka má ýmsa hagfræðinga er niðursveiflan í hagkerfinu rétt að byrja. You have seen nothing yet! Og það er langt til botns!
![]() |
Telur botninum náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 15:32
Evrópusambandið.
Auðvitað eigum viða að drífa okkur í Evrópusambandið. Ákveða strax að undirbúa viðræður og taka til í efnahagslífinu. Af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir pólitíkusar eru ekki þeim vanda vaxnir að stjórna landinu. Sækjum um aðstoð frá Evrópusambandi við að koma málum okkar í lag og sækjum svo um. Og um að gera að gera okkur ekki breiða í viðræðunum. Kvótinn er allur kominn á fárra hendur. Til manna sem stendur nákvæmlega um hag annarra. Svo það skiptir þjóðina þannig séð ekki nokkru máli hver veiðir fiskinn.
Getuleysi íslenskra stjórnvalda er öllum ljós, nema þeim sjálfum! Burt með þetta lið!
![]() |
Evran ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |