Þvílíkar kerlingar!

Það var kostulegt að horfa á Kastljósið í gærkvöldi!  Hannes Hólmsteinn og Gunnar Smári mærðu DO.  Gunnar Smári taldi engan betur til þess fallinn en DO til að  stjórna neyðaraðgerðum í efnahagskrísunni.  Krísan er mun dýpri og alvarlegri hér á landi en víðast hvar annarsstaðar.  Ástæðan er peningamálastefnan og aðgerðarleysi  Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar.  Og svo er aðal brennuvargurinn talinn best til þess fallinn að stjórna slökkvistarfinu.  Hlálegt!

Hannes Hólmsteinn kveinkaði sér undan Seljan og hélt því fram að hann reyndi að setji sig í þriðja gráðu yfirheyrslu.  Og að menn hefðu áður lent í þannig trakteringum í Kastljósi.  Ja, hérna hér!  EF mönnum er ekki strokið, einsog nýfæddum ketlingum, þá á það að heita þriðju gráðu yfirheyrsla!  Væl er þetta!


Bloggfærslur 4. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband