26.11.2008 | 01:25
Hælisleitendum vísað úr landi, þ.e. þeim hefur verið vísað til Íran!
Björn Bjarnason greindi frá því á Alþingi okkar Íslendinga, einsog ekkert væri sjálfsagðara, að tveim hælisleitendum hefði verið vísað úr landi. Þeir verða þá væntanlega sendir til Írans, þar sem þeir verða, að öllum líkindum, líflátnir! Og Birni BJarnasyni finnst greinilega ekkert leitt að greina frá því að þessum tveim mönnum hafi verið vísað úr landi og þar með beint í dauðann. Einkennilega samsettur þessi Björn Bjarnason. Svo þykist honum vera kunnugt um líðan þeirra. Og kannski er honum kunnugt um hvernig þeim líður og er bara skemmt? Altént sér hann ekki ástæðu til að beita ráðherravaldi sínu í málinu til að mennirnir fái að vera!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)