10.2.2008 | 22:11
Kynþátta- og útlendingahatur.
Þetta er undarleg minnipokamenning sem ungt fólk með framtíðina fyrir sér vill tileinka sér! Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fólk sem tileinkar sér hverskonar kynþáttahyggju og útlendingahatur sé haldið minnipokakomplex af verstu gerð! Einhversstaðar á lífsleiðinni hefur læðst inní sálarlíf þessa fólks tilfinning um að hafa orðið að láta í minnipokann. Að það sé vanhæft á einhvern hátt. Því finni það þessa þörf hjá sér að upphefja sjálft sig á annarra kostnað. Einhverjir aðrir verða að vera þeim óæðri svo að þeir losni við þessa tilfinningu um eigin vanmátt. Öll finnum við til vanmáttar, en sem betur fer leysum við fæst málið með þeim hætti að fara að hata annað fólk! Það er einmitt þar sem kynþátta- og útlendingahatara láta í minnipokann fyrir lífinu og sjálfum sér. Í því felst vanhæfni þeirra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2008 kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2008 | 19:09
Vilhjálmur vill sitja áfram! Punkturinn yfir i-ið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2008 | 15:23
Veruleikafirring Sjálfstæðismanna og valdhroki!
Það er stórkostlegt að lesa að Vilhjálmur hugsi sér að sitja áfram sem oddviti. Kjósendur hljóta að velta því fyrir sér hvað álit Sjálfstæðismenn hafa á þeim fyrst verið er að ræða þetta af fullri alvöru. "Ríkið það er ég." virðist vera orðin lífssýn forystu Sjálfstæðismanna. Hvað almúginn/kjósendur vilja eða eru að hugsa kemur þeim einfaldlega ekki við. Valdhrokinn er orðinn gersamlega yfirgengilegur! Aðeins tvö mál sem eru til umræðu í dag færa okkur heim sanninn um það: dómaramálið og málefni borgarstjórnar. Og það þarf ekki að fara langt aftur til að finna fleirri og þarf ekki að leita lengi og vandlega. Valdhrokinn kemur allsstaðar við sögu. Í embættisfærslum, í umræðunni og í umgegni um valdið og viðhorfi til þess.
Ríkið það er ég! Ég fer með valdið einsog mér einum þóknast! Engum kemur það við, nema mér!
![]() |
Pólitísk staða Vilhjálms rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 15:03
Tími til kominn!
![]() |
Undirbýr málshöfðun vegna starfslokasamnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)