Fáránleg skattalækkun!

Þetta hlýtur að teljast ein fáránlegasta stjórnvaldsaðgerð seinni tíma á Íslandi!  Ekki er það einsog fyrirtæki hangi hér á horriminni, nema þá helst!  Ríkissjóður er aðeins að greiða niður samningana fyrir fyrirtækin.  Hefði nú ekki verið nær að bæta við í fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins.  En að sjálfsögðu samræmist það ekki "stjórnmálaskoðunum" hrossalæknisins Matthísens!  Eru íslensk fyrirtæki svo aum að þau geti ekki borgað skatta.  Víðast hvar í heiminum, "í löndum sem við viljum bera okkur saman við", borga fyrirtæki hærra hlutfall í skatta.  Meira að segja í "guðs eigin landi", sjálfri paradís hægriöfgamanna á Íslandi. 
mbl.is Fagna lækkun skatta á fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband