Umræður á Alþingi.

Þar sem ég sat og fylgdist með umræðum um frumvarp til breytinga Almannatryggingalögum datt mér í hug, hvort þingmenn og ráðherrar geti ekki fetað í fótspor Þorsteins Más núverandi stjórnarformanns Glitnis.  Þannig er að sumir þingmenn virðast sjá ofsjónum yfir því lifibrauði sem þetta þjóðfélag skaffar lífeyrisþegum. Þeir fóðra það reyndar með málflutningi um aukin útgjöld ríkisins.  Það er þannig að  þeir virðast telja að gæta þurfi sérstaks aðhalds í útgjöldum til Almannatrygginga og annarra velferðarmála.  Ef þessir þingmenn meina það sem þeir segja, þegar þeir tjá sig um áhyggjur sínar af útgjöldum ríkissjóðs, þá gætu þeir byrjað á að lækka laun sín.  Til þess þarf ekki nema einfaldar breytingar á lögum!  Pétur Blöndal telur t.d. að það sé ekkert mál að lifa á 130.000 krónum á málinu.  Ég ætla nú ekki að ganga svo langt að halda því fram, að það heyrist þegar hann hristir höfuðið.  En það þarf kannski ekki að borga Pétri meira fyrir að tala og tala og tala...

Félagshyggja? Hvað segja Samfylkingarbloggarar? Þeir verða að gera svo vel og útskýra þetta fyrir oss aumum vinstrimönnum og kommum!

Er þetta einhver ný tegund af félagshyggju- og jafnréttisstefnu hjá ríkisstjórn Íslands.  Var ekki verið að leggja áherslu á að hækka tekjur hinna lægst launuðu.  Forystumönnum ASÍ finnst þetta sjálfsagt "algert aukaatriði", sbr. frétt um stimpilgjöldin hér á mbl.is.  En ef þessi gerningur ríkisstjórnarinnar gengur gegn skoðunum Samfylkingarinnar í velferðarmálum verður hún að minnsta kosti að útskýra málið fyrir kjósendum sínum. Ég hef ekki kosið Samfylkinguna og reikna ekki með að það breytist.  Mér hefur aldrei fundist þessi "jafnaðarstefna" hægrikratanna fýsilegur kostur og reyndar frekar ótrúverðug stjórnmálastefna.  Samsuða af frjálshyggju og socialdemokratisma sem minnir mest á Mússólínífarganið!

En kannski ræður Samfylkingin engu í ríkisstjórninni?  Og skýrir það e.t.v. reiðiköst Össurar á nóttunni í bloggheimum.


mbl.is Bætur hækka um 3 til 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband