Kapítalisminn á brauðfótum!

 

marx-karl 

Öðru vísi mér áður brá.  Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"?  Máttu varla vatni halda.  En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum.  Kreppa, kreppa. 

Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu?  Fá ríkisbanka á ný?  Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka?  Viðskiptamódel hvað?  Það er ekkert að viðskiptamódelinu.  Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður!  Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.

Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað.  Horfumst í augun við sannleikann.  Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert.  Þetta vita Bretar.  Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu.  Vanir menn.  Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans.  Ef það fer þá til fjandans.  Sem ég er reyndar að vona.  Nú sé komið að svanasöng kapítalismans. 

 


mbl.is Menn hafa verið djarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmur í fótunum?

ríkið 

 "Ríkið það er ég". 

En fer ekki allt í bál og brand í stóra flokknum ef Villi stígur niður?  Hvað er nú orðið af "glundroða" kenningu Sjálfstæðismanna.  Ýmislegt hefur gengið á hjá vinstrimönnum síðustu áratugina, en ég held að dvergarnir sjö toppi það allt.  Þeir eru duglegir, þeir mega eiga það !


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband