23.2.2008 | 22:16
Kapítalisminn á brauðfótum!
Öðru vísi mér áður brá. Hvað eru margar vikur síðan Geir og nær öll þjóðin fékk stjörnur í augun, ef minnst var á bankaburgeisana og allt hitt "útrásarliðið"? Máttu varla vatni halda. En um leið og á móti blæs ætlar allt að kikna af áhyggjum. Kreppa, kreppa.
Kannski við eigum eftir að fá umræður um þjóðnýtingu? Fá ríkisbanka á ný? Verður þá Baugur Group, FL group og GROUPGROUP etc. þjóðnýtt líka? Viðskiptamódel hvað? Það er ekkert að viðskiptamódelinu. Kapítalisminn stendur einfaldlega á braufótum, nú sem áður! Og óþarfi að kenna sparisjóðsstjórum í dreifbýli BNA um ástandið.
Og óþarfi að fá hland fyrir hjartað. Horfumst í augun við sannleikann. Kapítalisminn stendur á brauðfótum og hefur alltaf gert. Þetta vita Bretar. Þeir taka fram löngutilbúnar áætlanir um þjóðnýtingu til að bjarga kapítalistum í klípu. Vanir menn. Hér á landi grípa menn varla til slíkra ráða, heldur munu ráðamenn sitja tárvotir í hlandpollinum meðan allt fer til fjandans. Ef það fer þá til fjandans. Sem ég er reyndar að vona. Nú sé komið að svanasöng kapítalismans.
![]() |
Menn hafa verið djarfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.10.2008 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2008 | 21:31
Slæmur í fótunum?
"Ríkið það er ég".
En fer ekki allt í bál og brand í stóra flokknum ef Villi stígur niður? Hvað er nú orðið af "glundroða" kenningu Sjálfstæðismanna. Ýmislegt hefur gengið á hjá vinstrimönnum síðustu áratugina, en ég held að dvergarnir sjö toppi það allt. Þeir eru duglegir, þeir mega eiga það !
![]() |
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |