27.2.2008 | 17:58
Glúmur áfrýjar!
Þetta fólk kallaði ómar skríl! Allir sem eru greinanlegir á myndinni geta hugsanlega farið í mál við hann og hirt af honum ca, 800.000 krónur hver! Ef það sama á yfir alla að ganga. En það skiptir kannski máli að vera "frægur." Þó ekki sé nema pínulítið!
Glúmur áfrýjar.
Gott að vita það. Vonandi að Hæstiréttur snúi við þessum dómi héraðsdóms í máli ómars r. valdimarssonar gegn Glúmi Úlfarssyni. Spurning hvort það skipti máli í svona dómsmáli að vera "frægur", en það er einmitt spurning sem ómar varpaði á bloggi sínu fram vegna dóms yfir Kalla Bjarna á sínum tíma.
Talandi um blogg ómars r.. Hvað ætli séu margir sem hugsanlega gætu farið meiðyrðamál við ómar vegna bloggfærslna hans. Mætti þar telja ýmis fyrirtæki og einstaklinga mismunandi "fræga." Ýmsir Femínistar eiga hugsanlega harma að hefna. Ekki ólíklegt að jafnvel Fjárlaganefnd Alþingis gæti hugsanlega kært ómar fyrir meiðandi ummæli. VinstriGræn sem flokkur, einstöku þingmenn Vg, Birkir j. Jónsson, etc. Það er að segja, ef Hæstiréttur snýr ekki við þessum nýfallna dómi.
P.s. Vona að þessi skrif kosti mig ekki 800.000 krónur. Hræsnarar eru til als líklegir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 09:23
Vefjahöttur?
Sérkennilegt mál! ómar þessi telur ekkert eftir sér og sparar ekki stóru orðin um ýmsa á bloggi sínu. M.a. má þar finna ummæli einsog "skríll" um mótmælendur á pöllum í Ráðhúsinu, "ræningjar" um birgja og "glæpamenn" um veitingamenn (reyndar eru nöfn birgjanna og veitingahúsanna tilgreind á tengli, en að baki þeim eru trúlega einstaklingar). Nöfn sumra þessara fyrirtækja eru á bloggsíðunni sjálfri. Einhverntíma hefði verið talað um róg af minna tilefni. Kannski finnst ómari þessi orð léttvægari en þau sem Glúmur lét falla um hann sjálfan. Ég velti því hinsvegar fyrir mér hverskonar innræti liggur að baki skrifunum um frambjóðandann og líka ummælunum um Pólsku verkamennina, sem veiktust á Kárahnjúkum! Það getur vel verið að það þyki sniðugt á sumum bæjum að tala með fyrirlitningu og hroka um Pólverja og frambjóðendur Vg, en það er bara á sumum bæjum. Kannski ómar hafi einhvern tilgang með því annan og meir en að tala/skrifa illa um viðkomandi? Þetta fellur örygglega í kramið, þar sem því er ætlað!
Tilefni bloggs Glúms um ómar voru mjög rætin skrif ómars um frambjóðenda VinstriGrænna. Þar var meðal annars dróttað um að frambjóðandinn vildi að einhver tiltekinn einstaklingur rotnaði í fangelsi um aldur og ævi. Lak mannhatrið af bloggi þessu. Sjálfsagt hefur ómari verið klappað og strokið af einhverjum fyrir, enda sjálfsagt tilgangurinn með mannorðsníðinu?
Hvað eiga Islamistar og ómar r. valdimarsson sameiginlegt?
P.s. Vona að þessi skrif kosti mig ekki 800.000 krónur. Maður veit aldrei uppá hverju hræsnarar taka!
![]() |
Sekur um meiðyrði á bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)