5.2.2008 | 21:04
Hver er munurinn? 100 konur á framabraut.
Ég fór að velta því fyrir mér, hvort það breytti í raun einhverju hvort stjórnarmenn í fyrirtækjum eru karlar eða konur. Eru konur betri vinnuveitendur? Eru konur heiðarlegri? Eru konur á einhvern hátt á hærra siðferðisplani? Er einhver munur t.d. á Hildi Petersen og Hannesi Smárasyni? Nema að Hildur er kona og Hannes karl. Ég get nú ekki séð það svona úr fjarlægð. Eitt veit ég, að konur eru ekki betri yfirmenn en karlar, svona í heildina. Ekki get ég séð, að Hildur sé neitt á hærra siðferðisplani en aðrir járnharðir gróðapungar kapítalismans. Og hún hefur nákvæmlega sama viðhorfið. Það er í lagi, ef það löglegt, jafnvel þó það sé siðlaust. Jafnvel þótt lagalega sé það alveg við strikið. Henni er alveg sama, þó efast megi stórlega um gerðir hennar; svona siðferðislega. Hún sér ekkert athugavert við gerðir sínar. Ekki frekar en sauðirnir svörtu í REI/OR málinu eða Glitnisforstjórinn sem hefur hyglað sjálfum sér með lánum til hlutabréfakaupa. Ef það er löglegt, er það í lag, jafnvel þó það sé siðlaust.
Ég fór svona að velta þessu fyrir mér vegna listans fræga, 100 konur á framabraut? Þar sem 100 konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja. Ég efast um, að þetta uppátæki verði konum svona almennt til framdráttar. Reyndar held ég að þessar 100 konur hafi heldur ekki hugsað þetta þannig. Þær eru allar í stjórnunarstöðum í karlaheiminum og ánægðar með það sem slíkar, og ætla sér stærri hlut. Og þar kemur listinn til sögunnar. Hvernig er það? Höfðu engar konur áhuga á að vera á listanum, sem ekki eru nú þegar í stjórnunarstöðum í þessum meinta karlaheimi? Eða stóð það ekki til boða. Aðeins konur í stjórnunarstöðum í karlaheiminum? Karlar með píku og brjóst? Þessi listi hefði verið trúverðugur, ef á honum hefðu verið konur, sem ekki eru í ofangreindri stöðu. Konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins með ólíkan bakgrunn. Ekki bara karlar með píku og brjóst! Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2008 | 15:17
Launahækkanir???
Athyglisvert að enn, árið 2007, er verið að semja um laun sem enginn getur lifað á. Dettur einhverjum þarna inní Karphúsi að skaffa sjálfum sér þessi laun? Tæpast. En það væri gaman að fá að vita, hvort þeir treystu sér til að lifa á þessum launum, sem þeir ætla öðrum. Svar óskast.
P.s. Gulli vinur minn benti mér á að það væri 2008. Auðvitað er það alveg rétt, en miðað við þessi laun sem verið er að ræða mætti alveg eins halda að það væri 1908. En að sjálfsögðu voru kjör láglaunafólks enn verri þá. Ekki hefur nú samt mikið þokast fyrst verið er að ræða laun sem ekki er hægt að lifa af!
![]() |
Launahækkanir ákveðnar eftirá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)