27.3.2008 | 19:05
Íhaldsbullur grípa um pung...
...og taka til varnar fyrir þennan hortuga ráðherra, sem hvorki skilur stjórnskipulega stöðu sína né umboðsmannns Alþingis. Umboðsmaður hefur einfaldlega það hlutverk að fara ofaní saumana á málum sé þess farið á leit. Ráðherra á einfaldlega að svara þeim spurningum, sem umboðsmaður leggur fyrir hann. Hafi ráðherra einhverja skoðun á spurningum umboðsmanns er það hans einkamál og á ekkert erindi inní opinber bréf ráðherrans til umboðsmanns. Mannasiðir er svo eitthvað sem sumir stjórnmálamenn virðast telja algeran óþarfa. Allavega virðist það fjarri þeim sumum að temja sér almenna kurteisi í samskiptum sínum við ýmsa embættismenn, að ekki sé talið um ókurteisi þeirra við Alþingi. Látum það vera að ráðherrar séu dónalegir í samskiptum við fjölmiðla. Það er þeim sjálfum þá aðeins til minnkunar. En virðingarleysi þeirra við Alþingi og embættismenn, einsog umboðsmann Alþingis, er ekki beinlínis til að styrkja stjórnskipulagið. Þvert á móti grefur það undan stjórnskipulaginu og veikir það að óþörfu. Það gerist þegar reynt er að grafa undan traust og virðingu stofnana samfélagsins. Fjármálaráðherra gerir sig einmitt sekan um það með bréfi sínu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum gera tilraun til að grafa undan trausti og virðingu embættis umboðsmanns Alþingis. Þeim virðist sín eigin persóna mikilvægari en traust og virðing stjórnskipunarinnar í landinu. Og þar liggur líklega hundurinn grafinn! En hégómlegir ráðamenn minna aðeins á söguna um Nýju fötin keisarans!
"Ríkið það er ég" er hugmynd sem ekki á við í lýðræðisþjóðfélagi!
![]() |
Telja að ráðherra eigi að biðja umboðsmann afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)