5.3.2008 | 18:44
Rosalega áttu ljót börn!
Mig hefur lengi langað að setja þessa setningu á bloggið: Rosalega áttu ljót börn/ljótt barn! Dettur þetta stundum hug... Veit svo sem ekki af hverju...
P.s. Ekki að mér þyki mín börn ljót eða annarra!
![]() |
Börnin „lagfærð“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 18:31
Sumsé...Það er ekki alltílagi á háaloftinu á svona fólki!
Á reitnum milli Einholts og Þverholts er verið að byggja íbúðahús. Borgaryfirvöld fullyrða að íbúarnir muni eiga færri bíla en aðrir borgarbúar...
...hvort setja á einhverskonar barnakvóta eða aldurskvóta á í þessu nýju hverfum veit ég ekki. Í sumum húsum í borginni er aldurstakmark. Fyrir 50 ára og eldri, eða 60 ára og eldri. Ég kannast við mann sem keypti sér íbúð í svona húsi. Hann var svo "óheppinn" að kynnast konu og gera henni barn. Fór að búa með konunni í nýju íbúðinni, sem hann var svo ánægður með. Skömmu síðar fjölskyldunni gert að flytja úr húsinu! Aðeins fyrir 50 ára og eldri!
Þetta verður kannski svona: Þú flytur inní nýja íbúð í nýja hverfinu með konu þinni og eitt barn. Konan verður ólétt og skömmu síðar fáið þið bréf frá borginni, þar sem ykkur er gert að flytja úr hverfinu?
![]() |
Horfur á að færri börn verði í nýjum hverfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 15:09
Fríhöfnin höfðar mál gegn bloggara?
Heyrst hefur að Fríhöfnin íhugi að stefna bloggara fyrir færslu sem ber yfirskriftina "Ræningjasjoppan í Keflavík". Fleiri fyrirtæki munu væntanlega fylgja í kjölfarið, þar á meðal vinsælir veitingastaðir.
"Á Keflavíkurflugvelli starfrækir íslenska ríkið littla ræningjabúllu sem er í daglegu tali nefnd "Fríhöfnin".
ER nema von að Ómar R. Valdimarsson sé nú búinn að "fela" bloggfærslur sínar.
Sel þetta ekki dýrara en ég keypti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 14:43
Snotti Bergz og aðrir ritskoðunarbloggarar!
Maður lítta þér nær.
Nú er Ómar búinn að sjálfritskoða bloggið sitt, en það má enn lesa með "google." Ómar skoðar allar athugasemdir áður en þær komast inn.
Snotti er búinn að útiloka suma sem eru honum ekki sammála frá athugasemdum. Nú síðast bloggar Snotti um þrælahald í Arabaheiminum og ofstækismaðurinn Skúli vottar honum virðingu sína. "Maður líttu þér nær." Ég hlakka til þegar þeir skrifa um þrælahald í Evrópu og BNA. Þar munu vera um á annaðhundruðþúsund manns, sem hnepptir hafa verið í ánauð. En það þjónar sennilega ekki kenjum þessara manna að skrifa um slíkt. Þeir eru báðir einhverskonar lukkuriddarar í herferð gegn Aröbum, íbúum Afríku og svo gegn Múslimum. Hvað minnipokakennd vekur þeim þetta hatur verða þeir sjálfir að upplýsa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)