Ekki óþekktur ættbálkur...

...heldur íslenskir bókstaftrúarsmenn í leit að Paradís? Jón, Rósa og  .....
mbl.is Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér á landi...

... þykir það eitt það hallærislega af öllu hallærislegu að standa í að mótmæla.  Það er svo sem sama hvað það er; eldsneytisverð, matvælaverð, mannréttindabrot af ýmsu tagi, stríðsrekstur, nefndu það.  Það er hallærislegt!  Að safna undirskriftalistum til að mótmæla einhverju eða krefja yfirvöld um réttlæti þykir jafn hallærislegt.  Kannski eru við svona miklar lúpur og aumingjar eða það þykir merki um einhverskonar karlmennsku eða manndóm að láta allt yfir sig og aðra ganga.  Mótlæti og ofbeldi eigi maður að taka af æðruleysi.  Mikilmennskubilun okkar er kannski svona mikil.  Okkur þykir óþarfi og aumingjaskapur, að mótmæla háu vöruverði og yfirgangi valdsmanna hér og annarsstaðar.  Þetta gengur svo langt, að mótmælaendur (þessir sárafáu furðufuglar og nöldrar) gera jafnvel grín að öðrum mótmælendum og undirskriftasöfnurum gegn ranglæti heimsins!

 

 


mbl.is Mótmæli vegna hækkandi eldsneytisverðs víða í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband