Ómerkileg vinnibrögð SA og byggð á lygi!

Skv. fréttinni af þessari undarlegu greinargerð Samtaka atvinnulífsins, tók Íbúðarlánasjóður að lána 90% lán um sumarið 2004.  Þetta er einfaldlega lygi.  Íbúðalánasjóður byrjaði fyrst 6. desember að lána 90% af brunabótamati.  Fimm mánuðum eftir að bankarnir byrjuðu að lána 100% lán af ásettuverði íbúða (það var kallað markaðsverð).  Það er ekki flóknara en þetta!

2003 var samþykkt stefnumörkun um að Íbúðalánasjóður tæki upp 90% lán af brunabótamati í áföngum. 

Árið 2007 átti sem sagt Íls að lána 90% af brunabótamati alfarið á markaðnum.  Byrja átti á að lána 90% útá íbúðir af hóflegri stærð.

Sumarið 2004 tóku bankarnir að lána 100% lán, þ.e. 100% af ásettuverði fasteigna.  Ekki söluverði eða 100% af brunabótamati.  100% af verðmati löggilts fasteignasala á fasteign; ásett verð.  Út á þetta mat gátu menn endurfjármagnað eignir sínar, hefðu þeir tekjur til þess skv. greiðslumati.  Eða keypt.  Fengu 100% lán miðað við verðmat fasteignasala, en endanlegt söluverð gat svo verið 10-20% lægra.  Og brunabótamat e.t.v. 60% af söluverði.

6. desember 2004 fór svo Íbúðalánasjóður að lána 90% lán af brunabótamati, sem í langflestum tilvikum varog er langt undir söluverði fasteigna, hvað þá ásettu verði á fasteignasölu.  Var litið svo á að vegna innkomu bankanna með 100% lánin væri ekki stætt á öðru en að gera þetta, einsog það var gert!

Það er því ljóst að öll þessi greinagerð Samtaka atvinnulífsins, svo og stefna SA í þessum málum byggist á lygi og rangfærslum.


mbl.is Stjórnvöld breyti aðkomu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband