Barnið á heimilinu: Enginn heimsendir, sjúbb!

Barnið á heimilinu var mikið fegin að heimurinn fórst ekki.  Var búinn að ræða þetta við hana aftiur og aftur, þar sem hún heyrði fréttirnar af þessu á RÚV.  Vísaði til heimsendaspámannsins sem skreið, ásamt fylgjendum sínum, ofaní holu austan Moskvu í desember.  Las með henni fréttaumfjöllun í Fréttablaðinu.  Hún lét ekki alveg sannfærast fyrr en hún tók á því. Svona líkt og Tómas, sem þurfti að setja fingur sinn í síðu frelsarans.  Kannski er blessað barnið búin að heyra í of mörgum heimsendaspámönnum á halelúja-samkomum.  Hér eftir trúir hún tæpast svona bulli...  Úlfur, úlfur...

Ritskoðun-blogg ehf. ALDREI AÐ VÍKJA!

Það er leitt til þess að vita, að æ fleiri yfirgefa nú þetta mogga-blogg vegna sífelldrar ritskoðunar.  Sum orð má ekki nota og sumum skoðunum má alls ekki halda fram.  Reyndar er það þannig, að  æ víðar og oftar eru þessir taktar hafðir í frammi.  Þeir sem eru einna duglegastir við þetta eru einkum þeir sem hrópa hæst um frelsið.  Nú þegar þeir geta ekki heimtað ritfrelsi í austurblokkinni gagnrýna þeir Kínverja meðan þeir eru sjálfir með ritskoðunarpennan á lofti.  Skuggi ófrelsisins teygir úr sér hér á vesturlöndum.  Yfirvöld fygjast grant með þegnunum.  Ritstjórar skammta frelsi á miðlum sínum.  En á maður að láta undan og hætta að setja skoðanir sínar fram.  Það held ég ekki.  Látum bara kvarta og ritskoða en víkjum ekki.  Gerum þessum sem vilja skerða tjáningarfrelsið það ekki til geðs!  Aldrei að víkja!


Bloggfærslur 10. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband