4.9.2008 | 13:49
Ráðuneytið með allt niðrum sig, eða uppum sig, eða þannig?
Forsætisráðuneytið var gripið með allt niðrum sig í málinu, og harmar atvikið. Nú hysja möppudýrin vonandi uppum sig og hegða sér siðsamlega eftir þetta "leiðinda" atvik. Vonandi að þjóðin komist upprétt frá þessu skelfilega máli. En það er að sjálfsögðu undir því komið, að Breiðavíkurmönnum verði úrskurðaðar bætur, sem eru til einhvers annars en að skammast sín fyrir. Og svo, að fórnarlömbunum verði veitt aðstoð til að greiða úr sínum málum. Andlegum og félagslegum. Peningaupphæðir verða ekki notaðar sem "plástur" á sálarsárin. Eða til að leiðrétta stöðu þeirra félagslega sem nokkru nemi. Aðstoð, í tilvikum sem þessum, þarf að vera á forsendum þeirra sem njóta, ekki þeirra sem veita hana. Á það jafnt við um hina félagslegu, sem sálarlegu. Hvað verður svo um Byrgisfólkið? Félagsmálayfirvöld í Reykjavík eru búin að haga sér einsog endemis aular í því sambandi. Sagan af samningi við Heilsuverndarstöðina ehf er aðeins toppurinn á ísjakanum í því máli. Þar var samið við fyrirtæki í einkarekstri um reksturs áfangaheimilis fyrir heimilislausa sjúklinga. Fyrirtæki sem hafði ekkert húsnæði undir reksturinn og það sem verra er, enga reynslu af eða þekkingu á meðferð fyrir þessa sjúklinga. Tilboði SÁÁ, sem á húsnæði og býr yfir einni bestu þekkingu í heiminum á málinu, var hafnað! Af pólitískum ástæðum! Heilsuverndarstöðin er HF, hlutafélag, SÁÁ ekki!
![]() |
Birt án samþykkis ráðuneytis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |