Fréttir Baugs-miðla í Mogga?

Nú er ég hlessa!

Þessi skoðanakönnun sýnir og sannar gullfiskaminni kjósenda.  Lýðskrum helmingaskiptaflokkanna hefur skilað sínu!  Ferill þeirra skiptir engu!


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins eitthvað að viti?

Eftir allan áliðjuáróðurinn koma loksins fréttir af einhverju, sem til framfara horfir.  Allt tal um stóriðjuna,sem á að ganga fyrir orku sem ekki er til, einsog t.d. Helguvíkurverksmiðjan, hefur kæft umræðu um allt annað.  Það er einsog stóriðjudraumurinn hafi breyst í þráláta þráhyggju. Nánast ekkert annað hefur verið rætt af sumu fólki.  það hefur ekki séð neitt annað sem geti horft til framfara í atvinnulífinu.

Talandi um Helguvík, hvaðan á öll þessi orka, sem fyrirtækið þarf, að koma?  Það væri gott, ef þeir sem hafa lýst sig svona fylgjandi þessu álveri upplýsi okkur um það sundurliðað eftir virkjunum.

Eftirfarandi er listi úr skýrslu iðnaðarráðuneytisins um þá orku, sem hugsanlegt er að virkja fyrir áliðjudrauminn.  Þegar þessi orka hefur verið virkjuð, eru virkjunarmöguleikar á suðvesturlandi uppurnir.  Þá verður engin virkjanleg orka eftir til að sinna öðrum verkefnum í þessum landshluta!  Helguvíkurálbræðslan þarf 625 MW í endanlegri stærð.  90 MW eru frátekin fyrir Norðurál í Hvalfirði!

625 MW +  90 MW = 715 MW

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár:  Hvammur 80 MW, Urriðafoss 120 MW, Holt 50 MW=250 MW

(Búðarháls 75 MW.  Orkan frá Búðarhálsi er víst frátekin fyrir RioTintoAlcan, sem nú hótar öllu illu vegna væntanlegra skatta.)

Reykjanes 50 MW, Krýsuvík (Trölladyngja) 100 MW, Hellisheiði 300 MW=450 MW

Samtals eru þetta  700 MW.  Frekari rannsóknir þarf að gera á háhitasvæðum á Reykjanesi.  Ekki er fullvíst að hægt sé að fá alla þessa orku frá háhitasvæðunum vegna breytinga, sem orðið hafa á þeim vegna þeirra virkjana sem þegar hafa verið reistar.


mbl.is Skóflustunga metanólverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fari þeir sem fara vilja...

RioTintoAlcan er nú komið á kaf í innanlandspólitíkina.  Nú stendur uppá Landsvirkjun að upplýsa landslýð um það raforkuverð, sem álfurstarnir borga hér.  Samanburður við heimsmarkaðsverð má fylgja.  Það er hámark ósvífninnar að erlendir auðhringir skuli ekki geta látið það ógert að vera með svona hótana-spuna á hendur ríkisstjórn Íslands, hver sem hún er hverju sinni!

Ef RioTintoAlcan vill ekki beygja sig þegjandi og hljóðalaust undir þær reglur, sem réttkjörinn yfirvöld landsins kjósa að setja má fyrirtækið einfaldlega fara.  Það  eru væntanlega einhverjir aðrir í heimi hér sem vilja reka álbræðsluna, sem væntanlega yrði yfirtekin af ríkinu vegna samningsbrota, fari svo að RioTinto vilji ekki vera hér lengur!  Hótana-spunameistarinn fylgir væntanlega húsbændum sínum frekar en þjóð sinni!

...og veri þeir sem vera vilja!


mbl.is Kipptu að sér höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband