Ég á ekki til orð! Hvað vill Bjarni Ben uppá dekk?

Bjarni Ben ku vera formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi.  Var hann að fá upplýsingar um eðli alþjóðagjaldeyrissjóðsins í morgun?  Það er aungvu líkara!  Ég er búinn að velta þessari frétt fyrir mér meira og minna síðan um hádegið, og ég er enn orðlaus af undrun.  Ég hélt nefnilega að eðli AGS væri alþekkt og hefði verið um nokkurt skeið.  Í heilt ár hefur hvert mannsbarn á Íslandi áttað sig á að AGS er ekki alþjóðleg félagsmálastofnun, nema Bjarni og ráðgjafar.  Og það er einmitt sama fólkið og gerir hvað það getur til að velta ríkisstjórnunni úr sessi til þess að komast sjálf í stólana.  Skítt með hagsmuni þjóðarinnar.

Í heilt ár hafa Íslendingar talað og skrifað um AGS, og nokkrir mikið lengur.  Framferði hans, og sögu, allsstaðar þar sem hann hefur drepið niður fæti.  Allir nema Bjarni Ben og ráðgjafar hans.  Ferill AGS er á allra vitorði nema forystunnar í Sjálfstæðisflokknum og ráðgjafa hennar.

Hvað vill Bjarni Ben uppá dekk?


mbl.is Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissu fleiri en þögðu þó!

Að framkvæmdavaldið væri bundið af ákvörðunum Alþingis.  Það breyttist að vísu svolítið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.  Þá var nefnilega Alþingi gjarnan bundið af ákvörðunum formanna stjórnarflokkanna.

Það er einsog mig minni, að alltaf hafi staðið til að upplýsa stjórnarandstöðuna um stöðu mála.  Bjarni fellst á nauðsyn þess að halda sig við leyndina þrátt fyrir stóryrði um annað!  Í gær var það skylda stjórnarinnar að upplýsa stjórnarandstöðuna og þjóðina!

Hvað vill Bjarni Ben uppá dekk?


mbl.is Fundi um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin alþekkta undirgefni...

...Morgunblaðsins við útlenda auðhringi brýtur hér af sér allar flóðgáttir.  "Stórtækir auðlindaskattar" hljóðar fyrirsögnin og viðmælendurnir eru alkunnur hægrimaður og talsmaður atvinnurekenda, sem hafa búið hér í bómullarvöggu skattaparadísar auðmanna og fyrirtækja þeirra, og svo talsmaður einhvers víðfrægasta umhverfissóða sem alþjóðavæðingin og kapítalisminn hafa getið af sér. 

Hin undirgefnu stjórnmálaöfl, sem Mogginn er málssvari fyrir, útbjuggu hér skattaparadís fyrir vini sína og umbjóðendur úr stétt auðmanna.  Hinir undirgefnu sömdu við Alcan, og fleiri útlend stórfyrirtæki, um stórfellda skattaafslætti og útsöluverð á raforku, en gleymdu umhverfissköttunum.  Það er reyndar einsog þeir þekki ekki nógu vel eigin hugmyndafræði, því það voru einmitt skoðanabræður þeirra sem uppdiktuðu umhverfisskatta á sínum tíma.  Sérstaka skatta á orkunotkun og umhverfissóðaskap.  Hinir undirgefnu lækkuðu líka skatta á hinum margfræga þennslutíma Kárahnjúkahamfaranna þvert ofaní alla hugmyndafræði, bæði sína eigin og annarra.  Að maður tali nú ekki um hagfræðina.  Að lækka skatta í þenslu hagkerfis er hugmynd sem er óþekkt sem hagfræðilegt stjórntæki annarsstaðar í heiminum.  Undirgefnin var slík, að sagt var:  Ef við lækkum ekki skattana fara bara fyrirtækin úr landi og auðmennirnir fara með fé sitt til útlanda.  Og ef við lækkum ekki skattana og seljum ekki orkuna fyrir nánast ekki neitt kemur ekkert stórfyrirtæki til landsins. 

Skattarnir voru lækkaðir og orkan auglýst á útsölu.  Hvað skeði?  Stóðu forstjórar erlendra auðhringa í biðröð einhversstaðar ólmir að koma til landsins.  Nei, það upphófst allskyns barningur við að væla í forstjórunum að koma nú til landsins.  Sveitarfélög og fyrirtæki steyptu sér í stórskuldir við undirbúning að dýrðinni.  Og ekkert gerðist.  Enginn kom.  Þrátt fyrir skattastefnu hinna undirgefnu   Auðmennirnir, sem hinir undirgefnu vildu fyrir allan mun halda í, fóru með fé sitt til útlanda.  Fé sem þeir reyndar áttu ekkert í.  Þeir rúðu samfélagið inn að skinni, og voru svo farnir.  Bless!  Þrátt fyrir skattastefnu hinna undirgefnu.  Eða kannski vegna hennar.

Nú á að leggja á einhverja smáaura í orku- og umhverfisskatt, og þó upphefst væl hinna undirgefnu.  Það kemur enginn og það fara allir!

Kannski er einmitt ástæðan fyrir hvernig fór með stefnu hinna undirgefnu, að menn vilja frekar eiga samskipti, og þar með viðskipti, við stjórnvöld með sjálfsvirðingu. 

 


mbl.is Stórtækir auðlindaskattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband