3.10.2009 | 16:37
Þetta verða Sjálfstæðismenn að lesa!
Eitruð sending frá þingmanni
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar stutta athugasemd í Morgunblaðið í dag og vekur athygli á að stærsta einstaka skuldin sem Íslendingar þurfi að greiða vegna bankahrunsins sé vegna afskriftareiknings Seðlabanka Íslands frá stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Þessi 300 milljarða skuld dynji á almenningi af fullum þunga nú þegar ólíkt Icesave-skuldinni.
Helgi segir orðrétt: "Til að forða Seðlabanka Íslands frá gjaldþroti, þurfti ríkissjóður að leysa til sín tapaðar kröfur vegna fallinna fjármálastofnana að andvirði 300 milljarðar króna. Reikningurinn úr Seðlabankanum er 60 milljörðum hærri en fjárhæðin sem áætlað er að Icesave-reikningurinn endi í með vöxtum. Ólíkt Icesave-skuldbindingunum sem fyrst koma til greiðslu eftir sjö ár þarf almenningur á Íslandi þegar í dag að blæða fyrir reikninginn úr Seðlabankanum í formi hækkaðra skatta og niðurskurðar velferðarþjónustu ríkisins.
Skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu munu verða heilan áratug að vinna upp það tjón.
Hollt er að hafa þetta í huga við lestur Morgunblaðsins þessa dagana."
3.10.2009 | 16:17
Smástráka-þroskastig skríp()anna á AMX, sem kallar sig "fremsta fréttaskýringavef landsins"!
Textinn hér fyrir neðan er aðeins dæmi um ómerkilegan málflutning kjaftakallanna á hægri kanti stjórnmálanna. Svipaður og ruglið í heimastjórninni á INN Ingva Hrafns! Smástráka-þroski! Of stórt uppí sig tekið að kalla þá skrípenta!
"Smáfuglarnir heyra, að 16 milljarða skatturinn, sem Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, vissi ekki um, fyrr en hann hafði verið kynntur í fjárlagafrumvarpinu, gangi undir heitinu servíettuskattur Indriða H., af því að Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, hafi hannað hann á servíettu einhvers staðar á opinberum vettvangi kannski í flugvél, þar sem hann er hættur að þora að kveikja á tölvunni sinni.
Ótti Indriða H. við tölvur í flugvél á sér augljósa skýringu, þar lásu menn minnisblað hans til Steingríms J. um ICESAVE 2. september. Indriði H. segist ekki svara neinum spurningum um minnisblaðið, af því að hann hafi óbeit á gluggagægjum. Hann neitar örugglega einnig að svara öllum spurningum um servíettuskattinn. Katrín Júl. geti bara farið úr stjórnarráðinu, eins og Ögmundur, sætti hún sig ekki við ákvarðanir Steingríms J."
3.10.2009 | 11:31
Strax! Strax, og aftur strax!
Fyrirsögnin á leiðara Fréttablaðsins inniheldur þetta orð strax. Þjóðin þarf nýtt sóknarskeið strax. Allt þarf að gerast strax. Hvað höfum við ekki heyrt þetta oft uppá síðkastið, og á undanförnum árum, strax. Frekjan í manni segir strax. Ég vil þetta og hitt núna strax. Stjórnmálamennirnir hafa unnið myrkranna á milli, já allan sólarhringinn við að vinna þau verk sem þeir hafa tekið að sér, og allir heimta úrlausn sinna mála strax. Að þeirra þörfum sé sinnt strax, hversu nauðsynleg þau eru svona yfirleitt og gagnslaus fyrir heildina. Allt skal gerast strax. Frekjan ég!
Nýjasta dæmið úr stjórnmálaumræðunni er fjárlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn ýmsir eru hissa að fjárlagafrumvarpið komi ekki alskapað úr ráðuneytinu. "Þeir hafa nú einu sinni haft 8 mánuði til að vinna frumvarpið." Já, já, "þeir" hafa náttúrulega ekkert haft annað að gera líka þessa 8 mánuði, eða hvað? Nei, ég vil fá frumvarpið tilbúið alskapað strax! Þetta er bara lélegt frumvarp og léleg ríkisstjórn, sem getur ekki einu sinni haft frumvarpið alskapað strax, af því að ég vil hafa það svoleiðis, og svo hafa þeir nú einu sinni haft 8 mánuði til að skapaða það! Frekjan ég!
Og nú eru allir vitlausir útaf umhverfismatinu á línustaurunum, sem leggja á til Helguvíkur! SA er hneykslað á að fá ekki að gefa álit sitt eða andmæli þrátt fyrir að vera ekki umsagnaraðili í málinu skv lögum! Frekjan ég! Hversvegna, jú, þeir vilja staurana strax, og þeir vilja álverið strax. Skítt með umhverfisáhrifin og skítt með þó rafmagnsframleiðsla til álversins skapi eintóm vandræði. Eða hvaða rafmagn á að flytja með þessari línu til þess að knýja þetta álver strax. Það er nefnilega búið að koma orkumálum þjóðarinnar í algert öngþveiti. Verði álverin í Helguvík og á Bakka bæði reist og framleiðslan sett í fullan gang miðað við endanlega ætlaða stærð þeirra verða allir hagkvæmir virkjunarmöguleikar landsins uppurnir þar með, strax. Um það mál má lesa í grein á Smugunni. http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/2327
Og þá erum við nefnilega komin að ástæðunni fyrir hversvegna menn vilja að þetta gerist svona hratt og strax. Það er til þess að þjóðin komist ekki að því fyrr en of seint, að möguleikar hennar hafa verið skertir með þessu strax. Einu virkjunarmöguleikar þjóðarinnar verða þá á hálendi landsins, óhagkvæmar smávirkjanir og svo fram vegis. það verður búið að selja útlendingum alla hagkvæma rafmagnið í mengandi stóriðju fyrir spottprís. Álver í Helguvík, í endanlegri stærð, þarf meira rafmagn en hægt er að framleiða á Reykjanesi og með þrem virkjunum í Þjórsá! Og þá vantar enn uppá! Þess vegna þarf að drífa þetta af strax! Semja og selja strax. Byggja álverin strax og reisa línustaurana strax. Virkja strax. Áður enn það er um seinann. Því þegar allt hagkvæma rafmagnið hefur verið selt strax til mengandi stóriðju, og ekkert eftir annað, þá er of seint að snúa við. Þess vegna þarf þetta að gerast strax. Álverið í Straumsvík vill stækka strax. Það kostar þjóðina virkjun uppá litla 25 milljarða. Ég skil vel að það þurfi að skapa störf og það verða til 12 ný störf, en þessi nýju störf munu kosta 25 milljarða! Strax! Frekjan ég!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)