5.10.2009 | 22:08
Ræður Bjarna og Sigmundar! Er þeim treystandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Borga þessir greifar svona mikla skatta? Nei! Málmbræðsluiðnaðurinn greiddi 2,4 milljarða í skatta 2006. Það voru heil 0,43% af tekjum hins opinbera! Nei, það er satt, skattpínd eru þessi grey, svei mér þá! Og skiluðu heilum 2% af hreinum þjóðartekjum, eða innan við 16 milljörðum, mest launum! Það eru sem sagt álverin öll þrjú í eigu Norðuráls, Alcoa (hóf reyndar ekki rekstur verksmiðju fyrr en í apríl 2007), Járnblendiverksmiðja Elkem og RioTintoAlcan! Og varla er þrautin þyngri hjá Sementinu.
Skattar 2,4 milljarðar 0,43% af tekjum hins opinbera. 2006.
Skila nær 16 milljörðum af hreinum þjóðartekjum eða 2%. 2008. Það ár var Kárahnjúkaskrímslið komið í fullan rekstur og Alcoa farið að telja! Fjórar málmbræðslur ná ekki að skila meiru en tæpum 2% af þjóðartekjum!
Mengunarskattur 0 krónur.
![]() |
Boða fund um stóriðjuskatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2009 kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2009 | 16:18
Baráttudagar í október - ár frá hruni. Helgina 10.-11. október.
Baráttudagar í október - ár frá hruni
Helgina 10.-11. október heldur Rauður vettvangur ráðstefnuna "Baráttudaga í október - ár frá hruni". Á henni verður farið yfir stöðuna í þjóðfélaginu í fjórum málstofum.
"Bankahrunið og reynslan af fyrsta ári kreppunnar",
"Hver fer með völdin á Íslandi?" og
"Átök og verkefni framundan" verða á laugardeginum og sameiginlegur kvöldverður um kvöldið.
Á sunnudeginum verður fjórða málstofan, "Ný stefna fyrir Ísland", og eftir hana opinn umræðufundur um skipulag nýrrar byltingarhreyfingar.
Frummælendur eru Andrea Ólafsdóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Herbert Sveinbjörnsson, Héðinn Björnsson, Jakobína Ólafsdóttir, Kolbeinn Stefánsson, Lilja Mósesdóttir, Vésteinn Valgarðsson, Þorleifur Gunnlaugsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Þórarinn Hjartarson og Þórður Björn Sigurðsson.
Rauður vettvangur er félag sósíalista. Það var stofnað í árið 2008 og hefur haldið reglulega og óreglulega fundi, Rauðan fyrsta maí og Rauða daga í Reykjavík í júlí sl. Tilgangur félagsins er að leggja sitt af mörkum í endurskipulagningu íslensks þjóðfélags út úr og upp úr kreppu.
Nánari upplýsingar:
www.raudurvettvangur.blog.is
5.10.2009 | 14:49
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju.
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/Mat_a_ardsemi_orkusolu_til_storidju_1.pdf
Formáli
Í apríl 2009 samdi Fjármálaráðuneytið við Sjónarrönd ehf. um að framkvæma mat á afrakstri
orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið. Verkefnið greinist í tvo
meginverkþætti: Annars vegar skal leggja mat á arðsemi orkusölu til stóriðju; hins vegar skal
meta þjóðhagsleg áhrif af erlendum fjárfestingum í stóriðju. Samkvæmt verkáætlun skyldi
skila áfangaskýrslu í maí á þessu ári og endanlegum niðurstöðum síðar á árinu. Þessi
áfangaskýrsla er í samræmi við þessa kvöð. Lögð er áhersla á að auk þess sem hér er aðeins
tekið á vissum verkþáttum eru þær niðurstöður sem hér eru teknar saman til bráðabirgða og
gætu breyst í lokaútgáfu skýrslunnar.
Fyrir hönd Sjónarrandar hafa eftirtaldir unnið að gerð þessarar skýrslu: Þorsteinn Siglaugsson
hagfræðingur, Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, Dr. Ásgeir Jónsson lektor við Háskóla
Íslands og Dr. Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
29. maí 2009
Fyrir hönd Sjónarrandar ehf.
..
Skatttekjur af stóriðju:
Skattar á málmframleiðslu sveiflast nokkuð frá ári til árs, en árið 2005 voru þeir 765 milljónir
króna (eða 0,14% af tekjum hins opinbera) og 2006 2,4 milljarðar (0,43% af tekjum hins
opinbera (www.hagstofa.is, ársreikningar fyrirtækja).
Umfang stóriðju í hagkerfinu:
Tekjur Íslendinga af rekstri stóriðju, sem eru fyrst og fremst laun, nálguðust sennilega 16
milljarða árið 2008, eða 2% af hreinum þjóðartekjum alls (hreinar þjóðartekjur eru tekjur
íslenskra framleiðsluþátta, vinnuafls og fjármagns, en afskriftir af fjármagni eru hér ekki taldar með).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/Mat_a_ardsemi_orkusolu_til_storidju_1.pdf
Formáli
Í apríl 2009 samdi Fjármálaráðuneytið við Sjónarrönd ehf. um að framkvæma mat á afrakstri
orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið. Verkefnið greinist í tvo
meginverkþætti: Annars vegar skal leggja mat á arðsemi orkusölu til stóriðju; hins vegar skal
meta þjóðhagsleg áhrif af erlendum fjárfestingum í stóriðju. Samkvæmt verkáætlun skyldi
skila áfangaskýrslu í maí á þessu ári og endanlegum niðurstöðum síðar á árinu. Þessi
áfangaskýrsla er í samræmi við þessa kvöð. Lögð er áhersla á að auk þess sem hér er aðeins
tekið á vissum verkþáttum eru þær niðurstöður sem hér eru teknar saman til bráðabirgða og
gætu breyst í lokaútgáfu skýrslunnar.
Fyrir hönd Sjónarrandar hafa eftirtaldir unnið að gerð þessarar skýrslu: Þorsteinn Siglaugsson
hagfræðingur, Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, Dr. Ásgeir Jónsson lektor við Háskóla
Íslands og Dr. Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
29. maí 2009
Fyrir hönd Sjónarrandar ehf.
..
Skatttekjur af stóriðju:
Skattar á málmframleiðslu sveiflast nokkuð frá ári til árs, en árið 2005 voru þeir 765 milljónir
króna (eða 0,14% af tekjum hins opinbera) og 2006 2,4 milljarðar (0,43% af tekjum hins
opinbera (www.hagstofa.is, ársreikningar fyrirtækja).
Umfang stóriðju í hagkerfinu:
Tekjur Íslendinga af rekstri stóriðju, sem eru fyrst og fremst laun, nálguðust sennilega 16
milljarða árið 2008, eða 2% af hreinum þjóðartekjum alls (hreinar þjóðartekjur eru tekjur
íslenskra framleiðsluþátta, vinnuafls og fjármagns, en afskriftir af fjármagni eru hér ekki taldar með).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 13:33
Höfundarréttarvarið efni á mbl.is!
![]() |
Ögmundur: Var stillt upp við vegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)