Ég krefst þess hér með að reist verði álver í Reykjavík! Það er tími til kominn! Á höfuðborgarsvæðinu búa flestir þeirra sem atvinnulausir eru í dag! Orkuveita Reykjavíkur, OR, á ekki að vera að vinna orku útum allar koppagrundir fyrir einhverja aðra en Reykvíkinga! Hér vantar auk þess almennilega stórskipahöfn. Höfn einsog þarf fyrir rekstur álvers. Fyrir utan það, er hér allt sem þarf. Vinnufúsar atvinnulausar hendur og þekking! Og orkufyrirtækið, OR, er eign Reykvíkinga. Landrými er hér nóg við sjó, t.d. á flugvallarsvæðinu. Öll stjórnsýslan hlýtur að láta þetta fljóta athugasemdalaust í gegn fyrir höfuðborgarbúa! Öll leyfi yrðu klár athugasemdalaust. Skítt með það þó Reykjavíkurborg/OR og ríkissjóður verði að slá 300 milljarða lán fyrir herlegheitunum! Og að öll vinnanleg orka á suðvesturlandi dugi ekki til. Hver er sjálfum sér næstur, Reykvíkingar! Berjumst fyrir hagsmunum okkar! Aðrir geta séð um sig(?)!
Sem sagt! Álver í Reykjavík! Tvö frekar en eitt! Hvað eru þingmenn og borgarfulltrúar Reykvíkinga að hugsa!