13.2.2009 | 11:35
IMF með pólitíska afskiptasemi?
13.2.2009 | 11:31
"Ég hefði kannski átt að gera það."
Sjúbb! Ég er farinn að vorkenna Geir Hordí. Mikið skelfilega á maðurinn bágt.
En aðallega velti ég þessu fyrir mér: Hvað óttast maðurinn? Við hvað eða hvern er hann svona hræddur? Hvaða afleiðingar hefði það fyrir hann, að segja bara satt og rétt frá? Hvað á hann yfir höfði sér geri hann það?
Eitthvað er það, sem kemur í veg fyrir að hann segi sannleikann! En hvað? Það fer að verða meira spennandi að fá að vita það, en að fá að vita hvað Geir veit, eða veit ekki, um aðdraganda hrunsins!
Sem sagt! Hvað óttast Geir?
13.2.2009 | 11:02
Boris lemur á Pútín.
Boris þessi er í stríði við Pútín. Það segir mest um slæma stöðu okkar Íslendinga, að nú reynir Boris þessi að nota óorðið, sem við höfum á okkur, til að koma höggi á Pútín!
Skv. Sky notar Boris allt, sem hann getur, til að koma höggi á fjandvin sinn. En er þetta samt ekki of langt gengið?
Ef nafn einhvers í útlöndum tengist Ísland virkar það einsog viðkomandi hafi stigið á illalyktandi hundaskít!
![]() |
Alþjóðlegum lögum framfylgt hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |