Óviðeigandi!

Síðan hvenær var það í verkahring Seðlabankastjóra að tjá sig um skoðanir sínar á störfum yfirmanns síns.  Það getur vel verið að einstaklingurinn Eiríkur Guðnason hafi skoðanir á störfum ríkisstjórnarinnar, en það er ekki í verkahring Seðlabankastjórnar að hafa skoðun eða tjá sig um hvað ríkisstjórn Íslands telur mikilvvægt.  Það má svo benda á, að það er algert forgangsatriði, ef reisa á við traust Íslands útá við, að stokka upp í Seðlabankanum!.  Það er ekki aðeins skoðun einstakra íslenskra stjórnmálamanna, heldur almenn skoðun í fjármálaheimi nágrannaríkjanna og sérfræðinga í fjármálaheiminum.  Sama hvaða skoðun menn hafa á þeim persónum, sem nú sitja sem fastast í embættum sínum í skjóli laga landi og þjóð til skaða.
mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband