Harmagrátur kapítalistans.

það er kostulegt að fylgjast með vælinu í hamfaraliðinu þessa daga, þegar verið er að loka spilavítinu.  Menn sem hafa lánað sjálfum sér peninga og tekið óheyrilega áhættu í allskyns braski í áhætturekstri kvarta sáran, þegar gengið er að þeim vegna lánanna.  Héldu þeir að þeir fengju allar sínar skuldir niðurfelldar, að sérmeðhöndlunina, sem þeir hafa notið, héldi áfram?  Við hverju bjuggust þeir?  Og svo segjast þeir vera fórnarlömb.  Og þá fórnarlömb hverra?  Ytri aðstæðna?  Voru það ytri aðstæður, sem véluðu þá til að taka lánin, hætta fyrirtækjum sínum með óhóflegum lántökum?

Á sínum tíma tóku afbrota- og félagsfræðingar upp á að telja þjófa og aðra krimma, jafnvel nauðgara og morðingja, fórnarlömb.  Þetta er kannski angi af þeim fræðum?


mbl.is Fjöldi fyrirtækja í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband