Viðbrögð LÍÚ...

...minna um margt á viðbrögð samtaka fiskvinnslunnar, þegar ákveðið var að taka upp nýjar aðferðir við varðlagningu á fiski á Íslandi.  Verðlagsnefnd hafði ákveðið verðið áratugum saman, þegar ákveðið var að breyta um og setja upp fiskmarkaði, þar sem fiskur yrði boðinn upp (eða réttara sagt niður).  Þá varð allt vitlaust.  Fiskvinnslan fer á hausinn og hér fer allt í kaldakol, var sagt!

Hér má engu breyta, þá fer allt á hausinn, eða hvað?

Ein af afleiðingum markaðsákvörðunar á fiskverði, í stað verðlagsnefndar, var að menn fóru að ganga betur um fiskinn úti á sjó og í landi.  Sem skýrir meiri framlegð og þar með betri afkomu í sjávarútvegi en áður.  Það var ekki kvótakerfið og framsalsheimild á kvóta sem bætti afkomuna, heldur breytt verðmyndunarkerfi.  Breytingin, sem átti að setja alla fiskverkun í landinu á höfuðið!


mbl.is Líkir uppboði afla við byggingastarfsemi í Grafarholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþol Sjálfstæðismanna gagnvart stjórnarmyndunarviðræðum.

Margir eru orðnir ansi óþolinmóðir vegna þess tíma, sem Jóhanna og Steingrímur taka í stjórnarmyndunina.  Sjálfstæðismennirnir BB og Jón Magg. hafa báðir bloggað um málið og pirringurinn leynir sér ekki.  En geta menn ekki leyft þeim að taka að minnsta kosti svipaðan tíma og það tók Sjálfstæðisflokkinn að typta Framsókn og Samfylkingu  til í ríkisstjórn eftir sínu höfði?  Styst var það 12 dagar! 

Nú þegar tími Sjálfstæðisflokksins er liðinn ættu flokksmenn hans aðeins að lækka í sér frekjurostann og sýna auðmýkt gagnvart því fólki, sem þjóðin hefur valið til að hreina upp eftir þá skítinn!


Bloggfærslur 4. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband