12.6.2009 | 17:45
Draumur útburðarins!
Margir láta sig dreyma um að bera ýmsa embættismenn út. En þessi á sér líka draum!
![]() |
Valtýr vill ráða Evu Joly |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 17:34
Stendur Steingrímur við orð sín?
Hann lofaði í umræðum í þinginu að leggja öll gögn á borðið, þegar málið kæmi til afgreiðslu. Nú hefur samningurinn ekki fengist birtur og þingmenn ekki fengið að sjá hann. Eiga þingmenn að greiða atkvæði um icesave-samninginn án þess að sjá hann? Hvernig væri þá að leggja líka fram gögn síðan í tíð fyrri ríkisstjórnar um málið, ásamt öllum þessum minnisblöðum, sem Steingrímur talaði um.
Eða fær þessi rannsóknarnefnd þingsins ein að sjá þessi gögn? Nefnd sem er búin að gera sig að athlægi vegna kjánalegra klögumála burtrekins fyrrverandi forstjóra FME. Formaður nefndarinnar birtist helst sem varðhundur kerfisins, sem hann ku eiga að rannsaka. Dæmigerður kerfiskall með óhæfileg tengsl við þá sem rannsaka skal!
12.6.2009 | 16:59
Er gúrkutíð á fréttastofum landsins? Til bjargar hverju? Málið fer í gegn einsog hnífur í gegnum bráðið smér!
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |