Fyrir millistéttina? Og hvað með lágtekjufólkið?

Það er nefnilega ljóst, að einhverjar tekjur þarf fólk að hafa til að fá 30 milljón króna lán hjá Íbúðalánasjóði.  Þessi hækkun er því ekki miðuð við að greiða úr vandræðum lágtekjufólks, sem í samræmi við siðvenjur og hefðir þessarar þjóðar, fer einna verst útúr kreppunni, þrátt fyrir að góðærið færi framhjá garði þessa fólks í samræmi við sömu siðvenjur og hefðir þessarar þjóðar.

Hvað á að gera fyrir lágtekjufólk hér?  Ekkert?  Sennilega, það er nefnilega ekki vaninn!  Við viljum nefnilega bara rétta bágstöddum fátæklingum hjálparhönd í útlöndum!  Og munum, það er engin fátækt til á Íslandi!


mbl.is Leggur til hækkun hámarkslána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benendiktsson, Flokkurinn og þjóðin.

Bjarni Ben. lætur hafa eftir sér á visir.is, að þjóðin fái ekki að eiga síðasta orðið um ESB.  Ekki rétt segir Jóhanna.  En Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans hlýtur að fagna, því Flokkurinn hefur aldrei viljað að þjóðin hefði síðasta orðið um eitt eða neitt.

Seinast var það, þegar forseti lýðveldisins hafði vísað fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðarinnar.  Þá skrifaði Páll Hreinsson, núverandi formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, vottorð (lögfræðilega álitsgerð) fyrir Davíð Oddsson, sem oftar, um að Flokkurinn þyrfti ekki að taka mark á stjórnarskránni.  Þjóðin fékk því ekki að eiga síðasta orðið um fjölmiðlafrmvarpið.

Þjóðin fékk ekki heldur að eiga síðasta orðið, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson melduðu okkur í stríð gegn Írak.  Bara þeir tveir.

Þjóðin fékk ekki heldur að eiga síðasta orðið, þegar Davíð Oddsson og Jón Baldvin melduðu okkur í EES.  Það þótti of flókið fyrir þjóðina að setja sig inní málið!  Ó, heimska þjóð!

Þjóðin fékk ekki heldur að eiga síðasta orðið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn,  Framsóknarflokkurinn og meirihluti Alþýðuflokkinn munstruðu þjóðina í hernaðarbandalagið NATÓ.

Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti því að gleðjast, heldur en hitt, yfir þeirri hugsun sinni, að þjóðin fái ekki að eiga síðasta orðið um ESB.  Sem er að vísu rangt hjá honum, en engu að síður.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega aldrei haft áhuga á því, að þjóðin eigi orðið, hvað þá síðasta orðið!  Bara Sjálfstæðisflokkurinn og forystumenn hans!


Þegar ég var í GaggóVest.

Það er ýmislegt sem kemur uppí hugann þessa dagana.  Kannski er það aldurinn.  Þegar ég horfi á útsendingar frá Alþingi Íslendinga skjóta sí og æ upp kollinum minningar frá þeim tíma, þegar ég var í GaggóVest!  Þá var ég í svokölluðu landsprófi í bekk, sem var samtíningur krakkaskratta úr öllum skólahverfum.  Okkur var safnað þarna saman í GaggóVest, þar sem við töldumst ekki húsum hæf annarsstaðar (eða þannig). 

Hegðun og framkoma sumra þingmanna, hér skulu enginn nöfn nefnd í bili, hefur minnt mig ansi mikið á uppákomurnar í þessum annars ágæta bekk mínum frá því að ég var 15 ára unglinngur.  Kennarar höfðu ekki svona fína bjöllu að dangla í, þegar við, með framíköllum og kjaftagangi og öðrum hávaða, gerðum út um vinnufriðinn í tímum.  Einn ágætur kennari tók það það til bragðs að brjóta niður kennarakrít í smámola og kasta í hausinn á verstu uppivöðsluseggjunum.  Og mikið árans sem hann var hittinn.  Og þegar krítarnar þraut flugu kennslubækurnar!  Annar kennari, einn af listamönnum þjóðarinnar, elti stundum nemendur um stofuna við að reyna að koma þeim út.  Orðinn fullorðinn og hafði safnað á sig kílóunum einsog fleirri.

Uppivöðslusemi þingmanna og vanstillt hegðun þeirra og framkoma vekur upp þessar ágætu minningar hjá mér úr landsprófsbekknum mínum í GaggóVest.  Við vorum að vísu bara 15-17 ára unglingar, sem hafði verið vísað úr okkar hverfaskólum vegna lélegs námsárangurs og slæmrara hegðunar.  En hvaða skýringar alþingismenn hafa á hegðun sinni veit ég ekki. 


mbl.is Gjaldþol ríkisins ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband