26.6.2009 | 14:47
Sú skömm mun hvíla á þingmönnum um aldur og ævi!
Eru þetta breiðustu bökin? Heimilin þar sem endar ná aldrei saman, heimili flestra aldraðra og öryrkja, eiga nú að taka á sig nær 4 milljarða kjaraskerðingu, skv. frumvarpinu. Ekki er það nú í samræmi við orð formanna ríkisstjórnarflokkanna um að verja eigi kjör hinna tekjulægstu í þjóðfélaginu! Þetta er enda í hróplegu ósamræmi við svokallaðan stöðugleikasáttmála. Þar er hinum lægst launuðu á vinnumarkaði tryggð launahækkun á árinu. En lífeyrisþegar ó, ekki nei! Ofan á aðrar skerðingar fá þeir nú þessa í kjölfar einskonar sáttmála, sem á að tryggja frið og stöðugleika í þjóðfélaginu. En tryggir skerðing á lífskjörum hinna tekjulægstu frið og stöðugleika?
Sú skömm mun hvíla á þingmönnum um aldur og ævi samþykki þeir ákvæðin um skerðingu lífskjara hinna verst stöddu í þjóðfélaginu!
Það var rétt að kalla þetta ekki þjóðarsátt, því um þetta mun aldrei ríkja nein þjóðarsátt!
![]() |
Mótmæla lágtekjusköttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 14:04
Okkur sárvantar íslenskan Hugo Chavez!
Enn kannski getur við bara notað Jón Daníelsson!
P.s. Í fúlustu alvöru! Ég er ekki að grínast! Réttum upp fingurinn! Og þjóðnýtum allar eignir skuldakónganna!
![]() |
Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.6.2009 | 13:51
Actavis ber að þjóðnýta!
Ég þykist vita að það falli í grýttan jarðaveg, en ég tel að Actavis eigi að þjóðnýta hið snarasta án bóta fyrir "eiganda" þess og lánardrottna. Förum nú að taka okkur á og verjast. Aðaleigandi fyrirtækisins, eða jafnvel sá eini, var líka einn af aðaleigendum Landsbankans, og ber þunga ábyrgð sem slíkur á Icesave klúðrinu!
![]() |
Novator enn með Actavis í söluferli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)