5.6.2009 | 17:24
Ys og þys útaf engu? Stjórnarandstaðan komin að niðurstöðu í Icesafe-deilunni langt á undan samninganefndinni!
Þingmenn, einkum délista og framsóknar, hafa farið mikinn í þinginu í dag, og virtust vera komnir að niðurstöðu í Icesave-samningunum langt á undan samningamönnum Íslendinga, Hollendinga og Englendinga. Var sú niðurstaða þeirra byggð á þeirra eigin hugarórum eingöngu og óljósum vangaveltum Moggans. Og auðvitað urðu þeir æfir útaf niðurstöðunni. Steingrímur J. kom alveg af fjöllum, að því er virtist, enda fer hann með hið opinbera samningsumboð sem alþingi veitti ríkisstjórninni í vetur. Stjórnarandstaðan fór einfaldlega framúr öllum væntingum á þingi í dag. Dario Fo hvað?
P.s. Af einhverjum ástæðum sakna ég alltaf Árna Johnsen þegar Jón Gunnarsson tekur til máls.
![]() |
Steingrímur fær fullt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |