Í heyskapinn!

Var það ekki heyskapurinn sem rak á eftir Ásmundi.  Ekki var hann á þinginu í dag, heldur fór vestur fyrir hádegi!  Enginn tími fyrir ræðuhöld.  Slátturinn kallar!

Steingrímur formaður Vg hefur greinilega ekki þann mátt, sem formenn Sjálfstæðisflokksins höfðu hér áður.  Þeir eru þeir einu sem hafa getað haldið uppi Lenínískum aga í flokknum sínum.  Samhljómurinn var einsog hjá vel æfðum stúlknakór!


mbl.is Tal um stjórnarslit undarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðgarður?

Ekki auðmannagarður?  Almenningur hefur ekki aðgang að nema hluta garðsins vegna sumarhalla.  Hvernig væri að rífa hallirnar og tyrfa yfir þessar lóðir líka og opna garðinn fyrir þjóðinni?
mbl.is Hótelrekstur á ekki að vera í þinghelginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Störf sem ekki eru nógu fín fyrir klíkusamfélagið?

Blygðunarlaust sagði Vilhjálmur Egilsson í viðtali við RÚV, að nú væru atvinnuleysisbætur orðnar hærri en lægstu laun.  Og svei mér þá, ef hann var ekki hneykslaður á að atvinnuleysisbætur væru þetta háar!

En væri ekki ráð að bjóða ættmennum og fjölskyldumeðlimum í klíkusamfélaginu þessu störf sem enginn lítur við vegna launa undir fátæktarmörkum?  En kannski eru þetta ekki nógu fín störf fyrir ættingjana og fjölskyldumeðlimina!


mbl.is Illa gengur að ráða í störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar 320.000 eða 3.200?

Mér flaug þessi spurning í hug, þegar ég las í morgun frétt um fjölskyldutengsl.  Einhver, kannski Þráinn Bertelsen, sagði einhvern tíma að Íslendingar hlytu að vera miklu fleiri en 300.000, kannski 500.000-1.000.000 miðað alla verslun í landinu (minnir mig).

Ég held að Íslendingar séu varla fleiri en 3.200 miðað við ættar- og fjölskyldutengslin, sem dúkka upp í sambandi við ráðningar og skipanir í ýmis störf hér á landi.  En auðvitað er þetta bara klíkusamfélagið, ein af birtingarmyndum spillingarinnar og siðleysisins, á Íslandi!


Eignir Landsbankans.

Það er gleðilegt að svona skyldi dæmt í þessu máli.  Gerningar af þessu tagi hafa verið bannaðir með lögum í ýmsum löndum, m.a. Bretlandi.  Þessi viðskipti eru gerð á mjög svo hæpnum grunni, siðferðilega og sennilega lagalega, að til skammar er.  En dæmigert fyrir hugsanagang "viðskiptasnillinganna" í Landsbankanum,  bankastjóranna, bankastjórnarinnar (áður bankaráð) og annarra æðstu yfirmanna.  En eitt dæmið um "snilldina".

Og svo því sé haldið til haga, þá hefur þessi dómur ekki áhrif á þær eignir Landsbankans, sem talað er um í sambandi við Icesave!  Þar er talað um eignir Landsbankans í Bretlandi!  Ekki aðrar eignir!


mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárkúgun!

 

9cadf078fd

Ég ætla ekki að fjalla um siðferðislegu hlið málsins.Við Íslendingar erum að mestu siðlaus á flestum sviðum.

Ég ætla ekki að fjalla um lagalegu hlið málsins, enda  lítum við Íslendingar á lögin einsog  flík, sem hægt er að nota bæði á réttunni og á röngunni.  Eftir hentugleika og veðri!  Við erum lagaflækjumenn.  Högum seglum eftir vindi!

Fjárkúgun.  Við sætum fjárkúgun alþjóðasamfélagsins. Sumir myndu segja af hálfu heimskapítalismans.  Það er verið að hóta að svelta okkur inni, ef við borgum ekki!  Og engan eigum við sláturkeppinn til að henda út fyrir virkið!  Því er það af hreinum praktískum ástæðum að  við eigum að borga.  Kokhreysti er gagnslaus í þessu máli.  Og hin vanalega íslenska aðferða að ganga um heiminn með betlistaf , segjandi við erum svo lítil og fátæk, við getum ekki borgað, gengur  ekki lengur.  Ekki eftir framgöngu íslenskra kapítalista síðustu árin! 

Það hefur einsog við vitum verið vani okkar í samskiptum við aðrar þjóðir að fá allt frítt eða að minnsta kosti með afslætti. 

Borgum.  Hættum þessu væli.  Hættum að röfla um hvort samningurinn er vondur eða góður.  Borgum nágrönnum okkar það sem um var samið.  Stöndum í lappirnar.  Sýnum karlmennsku og þolgæði. Komum fram einsog menn við nágrannaþjóðir okkar...

 

".....enda stöndum við þeim svo miklu framar...." (SA).


Bloggfærslur 11. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband