9.7.2009 | 22:48
Steingrímur gengur svipugöngin við björgunarstörfin!
Steingrímur hefur gefið sig allan í að endurreisa kapítalisman og styðja hann á brauðfæturna aftur. Það er hinsvegar alveg rétt hjá honum að gefa ekkert eftir gagnvart græðgiskörlunum í VÍS. Steingrímur er trúr þeirri firru að lögmál samkeppninnar virki á fákeppnismarkaði. Það myndi auðvitað skemma samkeppnina(!), að fækka að fyrirtækjunum á samráðsmarkaðnum! Og margir myndu tapa fé sínu ef fyrirtækin rúlluðu.
Og því er um að gera að ráðstafa þessum fjármunum sem tekst að svæla útúr öldruðum og fötluðum til bjargar þurfandi!
![]() |
Hefðu ekki getað tekið við viðskiptavinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 16:33
FME gerir athugasemd við ummæli Þórs Sigfússonar!
09.07.2009
Athugasemd við ummæli
Þór Sigfússon, fyrrum forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf. segir í viðtali við Vísi hinn 7. júlí síðastliðinn: Allar fjárfestingar voru gerðar í samræmi við Fjármálaeftirlitið sem fékk öll gögn í hendurnar varðandi fjárfestingar Sjóvár."Af þessum ummælum Þórs má skilja að haft hafi verið samráð við Fjarmálaeftirlitið varðandi fjárfestingar Sjóvár. Svo var ekki.
9.7.2009 | 14:18
Útibú MP Banka í Litháen?
Læra FME og SÍ aldrei neitt? Nú er verið að reka útibú íslensks banka í Litháen á ábyrgð ríkisins(?). Hefur reynsla okkar ekkert kennt okkur eða embættismönnum okkar í FME eða SÍ? Eru innistæður í MP Banka á Íslandi notaðar til að bjarga rekstrinum í Litháen? Eru þær í hættu? Enn eitt dæmið um íslenska viðskiptasnilld?
Sænskir bankar eru í miklum vandræðum vegna umsvifa sinna í Eystrasaltslöndunum!
![]() |
MP hefur brugðist við athugasemdum frá Litháen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
|
|
| ||||||||||||||||||||||||||||
Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um |
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2009 | 12:56
Kjáni getur hann verið, þessi Bjarni Ben.!
Síðan hvenær hefur það ekki verið ríkisstjórn í sjálfsvald sett, hvaða pappírum hún henti í þingið. Ferill ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins er ekki svo glæsilegur að þessu leytinu til! Ætli Davíð og Halldór hefðu ekki afgreitt þessi mál, Icesave og ESB, við eldhúsborðið! Svona einsog Íraksmálið!
Og vel á minnst: Eru einu hagsmunatengslin sem Bjarni Benediktsson birtir á vef Alþingis seta í einhverri nefndardruslu í Garðabæ? Seint og um síðir! Annað kemur víst þjóðini ekki við, eða hvað? En hver eru hagsmunatengsl Bjarna Benediktssonar? Hvar á hann hlutafé? Í Sjóvá? Í N1? Hvar situr hann í stjórn? Hvar eru eignatengsl fjölskyldu hans o.s.frv.?
![]() |
Fór fram á afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rannsóknir yfirvalda á meintum afbrotum eru ekki viðskipti! Eða verða næstu fréttir af vini mínum Lalla Jones aðeins birtar á viðskiptasíðu mbl.is? Má vera, hann er síst ómerkilegri en Margeir og Sigurður Einarsson!
Það er alkunna að færri lesa viðskiptafréttir en almennar fréttir. Þessvegna er það svolítið skrýtið að fréttir af rannsóknum á meintum afbrotum fjármálamanna eru á viðskiptasíðu mbl.is. Tæpast teljast það viðskiptafréttir, rannsókn Fjármálaeftirlitsins á MP Banka, "Vísar MP Banka til Fjármálaeftirlitsins", og rannsókn Sérstaks saksóknara, "Sigurður Einarsson yfirheyrður."
![]() |
Vísar MP Banka til Fjármálaeftirlitsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |