Nýlega voru sett lög um eignaupptökur í tengslum við fíkniefnamál. Þar skilst mér, að heimild hafi verið gefin fyrir upptöku eigna sem séu tilkomnar vegna illa fenginna tekna. Þarf ekki samskonar heimild í hinum stórfelldu fjárplógssvikamálum sem almenningur vonar að komist einhverntíma fyrir dómstóla?
Ég verð að játa það, og mér heyrist flestir vera sama sinnis, að ég hef ekki mikla trú á, að fjármálamógúlarnir verði nokkurntíma látnir sæta ábyrgð, eða að þeir verði látnir bæta þjóðinni tjónið, sem hlaust af framferði þeirra, með eignum sínum og leynisjóðum!
Frekar held ég, að þeir muni bara fá að halda sínu striki, "bisness as usual." Verði "hreinsaðir" af öllu saman og haldi eignum sínum ósnertum. Síðan þegar fer að fjúka í slóðina muni þeir halda áfram að gramsa undir sig allan auð samfélagsins, einsog endranær! Sem þeir reyndar virðast vera gera óáreittir í dag í rústunum af efnahagskerfinu!
![]() |
Nokkrir með stöðu grunaðs hjá Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)