Hin "sjálfsagða" spilling! Elítan sér um sína!

Það er alveg fáránlegt að nokkur maður skuli fagna þessu.  En hér er enn eitt dæmið um, að ekkert hefur breyst.  Elítan sér um sína!  Fallkandídatar eru ráðnir í tilbúin störf af vinum sínum.  Þingmenn þiggja gjafir af auðmönnum og fyrirtækjum þeirra, sbr.  Golf og dinner-fyllerí Sigmundar Ernis!  Ruglið heldur áfram!  Verður Sigmundur kannski kominn í utanríkisþjónustuna innan tíðar?  Þannig hafa ýmsir, sem ekki hafa "þolað" nærveru áfengis, verið handeraðir í gegnum tíðina.  Vegna ákv. laga eru hér enginn nöfn nefnd!

Svona "reddingar" eiga að heyra sögunni til!  Siðbótin, hvar er hún?  Mikið var talað um hana í haust.  Stjórnmálaelítan hefur víst ekkert heyrt, og ekkert lært!


mbl.is Guðjón Arnar í sjávarútvegsráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað? Þetta hefur almúginn fyrir satt hér á landi!

Jú, þessu höfum við haldið fram, hver almúgamaðurinn um annan þveran.  Og komumst ekki í fréttir Moggans.  Enda erum við, þessir almúgamenn, ekki hagfræðingar, prófessorar og hvað það nú heitir allt saman.

Sumir okkar hafa líka bent á að Evrópusambandinu eru stjórnað með hagsmuni kapítalsmans í forsæti.  Aðeins "réttlæti" fyrir auðvaldið er haft þar að leiðarljósi.  Alþýðunni blæðir.  Smáríkin eru kúguð og hagsmunir þeirra fótum troðnir. 

 

 


mbl.is Segja Íslendinga beitta fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband