Staðreynd um ástæðu lögbannsins! Bankastjórinn tjáði skoðun sína á frelsi fjölmiðla! Þöggum niðri þeim!

Á sínum tíma tjáði Finnur Sveinbjörnsson sig í Viðskiptablaðinu.  Kemur þar fram gleði hans vegna þess árangurs sem náðst hefði í að hefta tjáningarfrelsið með hjálp lögfræðinga!

Af Silfri Egils.

"Að siga lögfræðingum á fjölmiðla

Finnur Sveinbjörnsson, þá ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, um íslenskt efnahagslíf og fjölmiðla, júlí 2008. Viðskiptablaðið:

“Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Icebank og ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, segir að öfgakennd og móðursýkisleg umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum sé á undanhaldi. Þar hafi samstillt átak skipt máli. Ágætlega hafi tekist að fræða og upplýsa áhrifaríka viðskiptafjölmiðla um íslenskan fjármálamarkað og efnahagslíf.

„Bankarnir sjálfir, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð hafa lagt mikið á sig,” segir Finnur, „að ógleymdum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem hafa talað á ráðstefnum og við fjöldann allan af viðskiptafjölmiðlum. Þá hefur Richard Portes, prófessor við London Business School reynst betri en enginn. Einnig tel ég að Kaupþing hafi gert rétt þegar bankinn hóf að siga lögfræðingum á fjölmiðla sem fóru með fleipur um bankann.”"


Lögbannið úr sögunni! Kaupþing heldur málinu ekki til streitu!

Maður getur spurt sig, hvort þetta hefði gerst, ef almenningur hefði ekki brugðist við af  hörku. Ég mun flytja viðskipti mín annað þrátt fyrir þetta.    

Fallið frá lögbanni gegn umfjöllun RÚV um lántakendur Kaupþings

Skilanefnd Kaupþings og bankastjóri Nýja Kaupþings banka hafa ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini.

Ástæða lögbannsbeiðninnar gagnvart RÚV var að standa vörð um trúnaðarsamband við núverandi viðskiptavini bankans. Á listanum sem var birtur á vefsíðu og RÚV hugðist fjalla áfram um voru upplýsingar um stóran hluta núverandi viðskiptavina bankans, sem tengdist á engan hátt fyrri eigendum Kaupþings. Markmiðið með lögbannsbeiðninni var ekki að leyna upplýsingum um lánveitingar til eigenda Kaupþings eða tengdra aðila enda hafa þær upplýsingar legið fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu, sérstökum saksóknara og rannsóknarnefnd Alþingis í fleiri mánuði.

Með samþykkt sýslumannsins í Reykjavík á kröfunni var tekið undir sjónarmið skilanefndar Kaupþings og Nýja Kaupþings banka þess efnis að birting upplýsinganna bryti í bága við þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Þagnarskylda og trúnaður um málefni viðskiptavina er lögbundin og bönkum óheimilt að upplýsa um málefni viðskiptavina sinna.

Mismunandi sjónarmið varðandi þagnarskyldu um málefni viðskiptavina fjármálafyrirtækja hafa komið fram í kjölfar þessa, jafnvel að þagnarskylda skuli afnumin með öllu. Telji ráðamenn þjóðarinnar rétt að ákvæði laga um þagnarskyldu sé með öðrum hætti en nú er kveðið á um er brýnt að löggjafarvaldið láti málið til sín taka þannig að fjármálafyrirtækjum sé unnt að fylgja þeim reglum sem þeim er ætlað að starfa eftir. Skilanefnd Kaupþings og Nýi Kaupþing banki hafa þegar gert Fjármálaeftirlitinu viðvart um málið en stofnunin hefur m.a. það hlutverk að fylgja eftir lögum um fjármálafyrirtæki.

Það skal áréttað að skilanefnd Kaupþings og Nýja Kaupþing taka undir mikilvægi þess að birtar séu upplýsingar sem varpi ljósi á það sem gerðist í aðdraganda bankahrunsins en að það sé gert eftir löglegum leiðum. Sjúbb!


Bloggfærslur 4. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband