Sigmundur Davíð í kosningaham?

Þingkosningar eru eftir 4 ár og Sigmundur Davíð er byrjaður kosningabaráttuna.  Bar barátta InDefence einhvern árangur í vetur, annan en þann að koma Sigmundi Davíð í formannsstól Framsóknar og svo á þing?
mbl.is Átak til kynningar á málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir greinilega ekki Íslendinga!

Venjulegt fólk með venjulega mannskosti, einsog t.d. hugrekki og baráttuhug væri fyrir löngu búið að hrista elítuna ofanúr trjánum!  Langlundargeð Íslendinga er að verða þeirri versti ókostur! 

Stjórnmálaelítan er að makka um Icesave málið fyrir luktum dyrum.  Hún þorir ekki að hafa þingið starfandi.  Nefndardagar eru framlengdir aftur og aftur.  Stjórnmálaelítan er í hráskinnaleik með framtíð þjóðarinnar, barna og barnabarna. 68% þjóðarinnar mælist á móti því að við göngumst undir Icesave-okið. 

 Hvað gera þessi 68% þjóðarinnar? Sem eru á móti Icesave-okinu.  Mætir það á Austurvöll til að mótmæla því að þingið samþykki að skerða lífskjör þjóðarinnar með því að fallast á Icesave-okið?  Nei, nei!  Það situr heima og hefur það huggó í von um að stjórnmálamenn taki réttar ákvarðanir!  Jafnvel þó að slíkt megi teljast til meiri háttar viðburða.

Þetta langlundargeð?  Er það ekki bara hugleysi og leti?  Er þjóðin bara ekki upp til hópa lurður og aumingjar?  


mbl.is Hannan bloggar um Ísland og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband