7.8.2009 | 21:25
Láttu ekki vín breyta þér í svín!
Ef þú ferð útá lífið í kvöld og vaknar svona í fyrramálið, þá skaltu hringja á Vog á mánudagsmorguninn.
Eða....
... þú hefur bara nælt þér í flensuna! Hvort heldur er, ekki fara á kránna...
7.8.2009 | 18:23
Varla mikil eftirspurn.
Þungavigtarlögfræðingar eru flestir, ef ekki allir, vanhæfir til starfans. Hafa þegar verið á launaskrá þeirra sem þjóðina grunar um að hafa sett hana á hausinn. Ríkiselítan grunar sennilega engan. Svo er spurning, hvort ætlast er til að mál sem rannsökuð eru eigi einhverntíma eftir að lenda í dómssölum. Grunur hefur verið uppi meðal þeirra sem ekki eru þjóðin að hér verði enginn ákærður, nema smáþjófarnir sem alltaf er verið að stinga inn hvort eða er!
Útlendingar koma ekki til greina. Þeir gætu tekið uppá að ákæra!
![]() |
Auglýst eftir saksóknurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 17:36
Auknar heimildir? Til hvers? Enn er blekkingavefurinn ofinn!
Það virðist ansi löng símalínan frá þjóðinni, þessari sem er víst ekki þjóðin, til ríkisstjórnarinnar. Alveg frá hruni hefur þjóðin krafist kyrrsetningar á "eigum" skuldakónganna, sem keyrðu efnahagslíf þjóðarinnar í gjörgæsluástand. Ekkert hefur gerst. Nú nýverið virðast hinsvegar Heilög Jóka og hennar lið hafa heyrt óminn af kröfum almúgans. Og þá á að veita "auknar heimildir til eignaupptök". Til hvers? Heimildir sem hafa verið til í lögum hafa ekki verið notaðar. Er einhver ástæða til að halda að þessar auknu heimildir breyti einhverju um það.
Það þarf kannski líka "auknar heimildir" til að menn séu yfirleitt grunaðir um hvítflibbaglæpina sína, því enginn hefur enn fengið stöðu grunaðs hjá hinum mjög svo sérstaka saksóknara. Hvað þá að einhver hafi verið ákærður eða sitji í gæsluvarðhaldi.
Það er kannski bara bannað að stela minna en tíuþúsund kalli? Það er allt sem bendir til þess að enginn verði ákærður hér á landi vegna afbrota í fjármálasvalli síðustu ára, nema þessir venjulegu smábófar.
En kæru samlandar, það er enn von. Frést hefur að breskt rannsóknarfélag, sérhæft í fjármálaglæpum, rannsaki hér allt þjóðlífið uppúr og niðurúr frá A-Ö. Má því eiga von á að allt kunningjasamfélag elítunnar sitji saman á sakamannabekk í Bretlandi innan skamms. Ekki bara einhverjir Hannesar og kjötkaupmenn, heldur líka formenn og hirðmenn náhirðanna bæði nær og fjær.
Kannski er það vegna þessarar rannsóknar, sem einum þræði enn er bætt í blekkingarvefinn?
![]() |
Skatturinn fær að kyrrsetja eignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)