2.9.2009 | 21:07
Lifi spillinginn! Niđur međ siđbótina!
Í haust í búsáhaldabyltingunni var mikiđ rćtt um siđbót og ţörf á henni í íslensku ţjóđfélagi. Ekkert bólar samt á ađ nokkuđ breytist. Skipt var um stjórn. En ekkert breyttist. Enn eru menn ađ ráđa vini sína í vinnu hjá ríkinu. Enn valsa hér auđmenn um óáreittir af yfirvöldum. Enn er veriđ ađ einkavćđa og selja eigur úr almannaeigu. Enn láta starfsmenn Reykjavíkurborgar, sem fyrirtćkin sem ţeir véla um séu ţeirra eigin eign, frjálsar til ráđstöfunar. Enn eru ţeir, sem sigldu efnahag ţjóđarinnar í strand, ađ stjórna stćrstu fyrirtćkjum og fjármálastofnunum, ţó ekki hafi ţeir veriđ í sviđsljósinu í góđćrinu, heldur setiđ í stjórnum eđa í lykilstörfum ýmsum. Ţađ berast sífellt fréttir af allskyns handeringum á málum stórskuldara útrásarinnar. Niđurfćrslur og niđurfellingar á lánum ţeirra, kaup og sölur á eignum ţeirra. Ţeim er veriđ ađ bjarga bakviđ tjöldin, hćgt og hljótt. Segir almannarómur...Á međan eru fjöldi heimila í uppnámi vegna afleiđinga hruns auđmannanna og stjórnmálaelítunnar/auđvaldsins. Eignir brenna upp! Lánin hćkka og hćkka, m.a. vegna ađgerđa ríkisstjórnarinnar. Börnin/unglingarnir komast ekki í skólann. Bíllinn er tekinn vegna vanskila og lániđ heldur samt áfram ađ hćkka. Ekki er til peningur fyrir mat. Rafmagnsreikningurinn er ógreiddur. Heimiliđ er ađ leysast upp.
Arđrániđ rís hćst núna í kreppunni! Nú er ekki lengur hćgt ađ rćna launamanninn hluta af virđisauka vinnu hans! Ţá er gengiđ ađ sparnađi hans! Ţeim eignum sem hann hefur nurlađ saman međ vinnu sinni! Nú skal hann ekki geta brauđfćtt sig og sína, og ekki haldiđ sparnađi sínum! Ekki menntađ börnin sín!
***
Lifi spillingin! Niđur međ siđbótina!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)