4.1.2010 | 15:37
Barnið á heimilinu hefur skoðun á málinu.
![]() |
Stjórnin hefur ekki leyfi til að fara frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 15:26
Trúverðugleiki Indefence undirskriftanna rýrnar enn!
Félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur borist ábending um að nafn ráðuneytisins hafi verið skráð á undirskriftalista InDefence hópsins: Áskorun til forseta Íslands - Þjóðaratkvæðagreiðslu um ný Icesave lög. Ráðuneytið vill af þessu tilefni taka fram að nafn og kennitala ráðuneytisins virðast hafa verið misnotuð, enda tekur ráðuneytið ekki afstöðu í málinu og getur ekki skrifað undir áskoranir sem atkvæðisbær borgari. Þess hefur verður farið á leit við aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar að nafn ráðuneytisins verði máð af listanum.
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/4734
4.1.2010 | 14:53
Á þá að breyta vatnalögum?
Það er litlu breytt með auðlindir sjávar að skilgreina þær sem eign þjóðarinnar! Verður ekki sama sagan með vatnið hér í landi hins ginnheilaga séreignarréttar.
Í öllu einka-æðinu "gleymdu" ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Niðurstaðan er hrunið! Hagsmunum þjóðarinnar var fórnað fyrir hagsmuni einkafyrirtækja! Þeir hagsmunir voru taldir brýnni, og hafa meiri lagalega vigt, en hagsmunir þjóðarinnar!
http://www.althingi.is/leit.php4?stofn1=true&texti1=vatnal%F6g
![]() |
Vatn almannaeign samkvæmt stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 14:22
Iss, þetta er nú ekkert!
![]() |
Fjöldadáleiðsla á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2010 | 13:04
Hrunið var óhjákvæmilegt vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins!
Guðmundur Gunnarsson skrifar á bloggi sínu: Hrunið var óumflýjanlegt. http://gudmundur.eyjan.is/2010/01/hruni-var-oumflyjanlegt.html
"Fyrir liggur að stjórn Seðlabanka tók við innistæðulausum ástarbréfum fram á síðasta dag og bankinn var keyrður í gjaldþrot af þessum mönnum. Þessir hinir sömu hreyttu fúkyrðum í stjórnarmenn lífeyrissjóðanna þegar við neituðum að afhenda þeim þá 500 MIA sem lífeyrissjóðirnir ættu erlendis daginn fyrir Hrunið, nema gegn ríkistryggðum bréfum og að efnahags- og peningastefnan yrði endurskoðuð."
4.1.2010 | 11:34
Óðagot og brigslyrði.
Er ekki komið nóg af allskyns brigslyrðum í umræðunni, þó háttvirtur lagaprófessor bæti ekki í. Hverskonar æsingur er þetta? Og talsmáti? Landráð, stjórnarskrárbrot, svik....Ég ætla bara að biðja þennan launþega íslensku þjóðarinnar að hafa sig hægan. Er eitthvað minna að gera hjá honum við álitsgjöf til stjórnvalda eftir að Sjálfgræðisflokkurinn missti völdin?
Hvað næst? Aftökur án dóms og laga?
![]() |
Jaðrar við stjórnarskrárbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |