11.2.2010 | 21:03
250-375 milljarða króna kostnaður af töfum á afgreiðslu Icesave síðan 1. september í boði Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs!
![]() |
„Reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2010 | 19:45
Í Lýðveldi lyginnar. Vanhæf ríkisstjórn-Merkingarlaus ríkisstjórn Geirs H. Haarde? Ríkisstjórn ómerkinga?
Aldrei hefur annað eins samsafn ómerkinga setið saman í ríkisstjórn og haustið 2008. Það hefur verið að koma í ljós smátt og smátt á undanförnum mánuðum.
Nánast ekkert af verkum þeirra í hruninu hafði eða hefur nokkra þýðingu; allt er það merkingarlaust og hefur enga þýðingu! Að sögn þessa gæfusnauða fólks.
Samningar og yfirlýsingar, samningaþreifingar háttsettra ráðuneytismanna og yfirlýsingar ráðherra og þingmanna. Ræður. Allt merkingarlaust og hefur enga þýðingu!
Memorandum of understanding 11.10.2008, Samningurinn við ESB 13.11.2008 og nú skjöl sem vitna um samningaþreifingar ráðuneytanna/Baldursnefndarinnar. Yfirlýsingar um að við munum standa við skuldbindingar okkar,gilda stundum og stundum ekki. Orð um dómstólaleiðina, gilda stundum og stundum ekki.
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde var ekki bara gæfusnauð og vanhæf. Húm var líka merkingarlaus. Verk hennar marklaus, að sögn Ingibjargar Sólrúnar og Bjarna Ben.
![]() |
Makalaust innlegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2010 | 18:31
Í Lýðveldi lyginnar. Ræður stjórnarliða 27. nóvember 2008. Samningar um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave-innistæðna.
Virðulegur forseti. Ég kannast ekki við að komið hafi fram í opinberri umræðu að það liggi fyrir lánveitingar og þau kjör sem þar er um að ræða. Það er ósamið um það. Ég geri ráð fyrir að farið verði í þær viðræður í næstu viku, að semja við aðilana um lánin og þau kjör sem á þeim verða.
Hvað varðar hryðjuverkalögin í Bretlandi þá er enn frysting á eignum Landsbankans þar. Það er auðvitað til mikils vansa fyrir Breta hvernig þeir stóðu þar að málum og við getum öll sammælst um að það var þeim ekki til mikils sóma nema síður sé. En ég get alls ekki tekið undir að þessi einhliða aðgerð Breta sé á ábyrgð Evrópusambandsins, þeir verða að sjálfsögðu að bera fulla ábyrgð á því sjálfir og það er ekki hægt að vísa henni á einhvern annan eins og hv. þingmaður gerði hér. Bretar verða sjálfir að bera þá ábyrgð og við verðum auðvitað að skoða eftir öllum tiltækum leiðum hvernig við getum sótt mál gagnvart þeim fyrir þessa aðgerð.
Hvað varðar þær eignir sem eru í búinu eins og hjá Landsbankanum er alveg rétt hjá þingmanninum að þær verða væntanlega seldar á löngum tíma, það getur skipt máli að taka sér tíma í að selja þannig að sem mest virði fáist fyrir þær. Þá er einmitt gert ráð fyrir að það lán sem við fáum mæti þeim greiðslum sem koma til á þeim tíma og hugsanlegir skilmálar á láninu geti á einhvern hátt mætt þeirri stöðu að andvirði fyrir eignirnar kemur ekki inn nema á talsverðum tíma.
Virðulegi forseti. Þau efnislegu atriði sem hv. þingmaður rakti í ræðu sinni mun ég kannski fjalla um þegar ég flyt ræðu mína en ég vildi bara í stuttu andsvari gera athugasemd við eitt atriði sem fram kom í máli hv. þingmanns.
Hann kallaði eftir því að tiltekin gögn sem hann nefndi sem lúta að samningum við Breta og Hollendinga og samningaferlinu innan Evrópusambandsins yrðu lögð fram á Alþingi og kynnt. Ég vildi þess vegna upplýsa að utanríkisráðuneytið hefur kynnt þau gögn í utanríkismálanefnd en þar sem um er að ræða gögn sem hafa bein áhrif á samninga sem standa nú þegar yfir við erlend ríki ríkir um þau trúnaður í utanríkismálanefnd, enda hefði birting gagnanna núna áhrif á samningsstöðu í þeim samningum sem fram undan eru og fara vonandi fram í næstu viku um frágang þessara mála. Þar af leiðandi voru þau kynnt í utanríkismálanefnd með trúnaði og um það var ekki gerður ágreiningur í utanríkismálanefnd. Það var ágætissátt um það fyrirkomulag meðan málið er til meðferðar og til samninga við önnur ríki.
Virðulegi forseti. Mikils misskilnings gætir hjá hv. þingmanni um að verið sé að veita ríkisstjórninni heimild til greiðslu á einhverjum skuldum. Hér er verið að fá umboð Alþingis til að ljúka samningum á tilteknum forsendum og þeir samningar munu skuldbinda ríkið. Forsendurnar liggja fyrir og hafa alltaf legið ljósar fyrir að ákveðin lagaskylda er um að okkur beri að hafa tiltekna tilskipun í heiðri.
Hvað varðar samningana þá er ferlinu ekki lokið og ég held að hv. þingmaður hljóti að skilja að í miðjum samningum við önnur ríki er ekki upplýst um einstök gögn sem liggja til grundvallar afstöðu fyrr en samningum er lokið. Málið hefur verið kynnt utanríkismálanefnd í samræmi við 24. gr. þingskapa og haft um það samráð við nefndina. Öll gögn hafa verið lögð fyrir utanríkismálanefnd í trúnaði. Ekki einn einasti nefndarmaður hefur óskað eftir að aflétta trúnaði á gögnunum.