Hvað varð um hinn pólitíska "level"? Og lagalegu fyrirvarana?

Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð töluðu hátt og digurbarkalega um að færa þyrfti málið uppá hinn pólitíska level.  Nú virðist það allt gleymt!

Þeir töluðu líka, jafn digurbarkalega, um vafa á lagalegum skyldum og ábyrgð Íslendinga í málinu.  Nú er talað um breytingar á vaxtastigi, og fyrir hvað?  Hvað vilja Bretar og Hollendingar í staðinn?  Að fallið verði frá öllum lagalegum fyrirvörum um ábyrgð Íslendinga á Icesave? 

Á að fórna þeim?  Einsog hinum pólitíska level?

Sagt hefur verið, að tafir á afgreiðslu Icesave-svikamyllunnar kosti þjóðarbúið 50-75 Milljarða á mánuði vegna tafa á endurreisn efnahagslífsins!  Hvað eru það margir Milljarðar síðan 1. september?


mbl.is Skýrist á næstu klukkustundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband