6.2.2010 | 22:55
Icesave deilan leyst!
Var ekki búið að leysa þessa deilu? Það sagði mogginn 16. nóvember 2008!
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/16/icesave_deilan_leyst/
Þar er ekki þorandi að copy-pasta fréttir af mogga. Þar er allt orðið sérstaklega merkt höfundarréttarvarið!
Leyfi mér samt að copy-pasta þessa snilld eins Sjálfstæðismannsins á blogginu, sem nú hamast einsog óður á móti Icesave samningum núverandi ríkisstjórnar. Það er mjög fyndið að lesa sum bloggin við fréttina í ljósi stöðunnar í dag! Einsog sjá má spyrja sumir bloggarar, hvort hægt sé að gera svona samning án þess að bera hann fyrst undir Alþingi!
"Íslenska þjóðin hefur vaxið í alþjóðlegu tilliti vegna þessarar gjörðar, nokkuð sem bera að virða við Geir og hans Ríkisstjórn. Batnandi manni er best að lifa. Smásigur í alþjóðlegu tilliti er betri en enginn."
Hér viðhengið við frétt moggans:
RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS
FRÉ T TAT ILKYNNING
Samkomulag næst við Evrópusambandsríki
Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
Mikilvægur áfangi að lausn deilunnar um innstæðutryggingar
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra
bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við
nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í
Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari
samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur
mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs
vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna.
Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í
að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu
sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur.
Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og
hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB.
Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina
um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið
og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna
þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum
hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og
knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálaog
efnahagskerfi sitt.
3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt
í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
Reykjavík, 16. nóvember 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 20:32
Og hvernig líður þjóðinni?
Landsýn eftir Stein Steinarr (1954). |
Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn. Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. |
![]() |
AGS vill ekki tengja Icesave við lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2010 | 16:03
Eyþór Arnalds stendur sig vel í þessu!
Það er ástæða til að fagna árangri af allri vinnu, sem miðar að því að auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi. Sérstök ástæða er til þess, þegar stjórnmálamaður á hægrivængnum sér eitthvað annað en álbræðslu. En það eru fleiri en þeir sem það gera. Um jólin átti ég stutt samtal við Íslending, sem starfar í Kanada við hönnun Helguvíkur-bræðslunnar. Hann sagði aðspurður, að koltrefjar ætt litla framtíð fyrir sér. Álið yrði tekið framfyrir það. Hann hafði skrifað lokaritgerð í doktorsnámi sínu um koltrefjar. Ég hef nú alltaf varann á mér gagnvart fullyrðingum í þessum dúr.
Eyþór Arnalds hefur verið öflugur við að ná sambandi við fyrirtæki allskyns iðnaði til að fá þau til að setja hér upp rekstur í samvinnu við heimamenn.
Það er aðeins eitt, sem ástæða er til að benda á í þessu sambandi. Það er sú hætta sem óhjákvæmilega skapast, þegar til heilu byggðirnar reiða sig á aðkomumenn og utan að komandi aðila til atvinnusköpunar, og verða síðan algerlega háðir henni. Suðurnesjamenn lentu í þessu. Áratugum saman gátu þeir reitt sig á herinn, sem var, ásamt sjávarútvegi, aðalatvinnurekandinn á svæðinu. Lítið annað var í boði. Samdráttur varð í sjávarútvegi og svo fór herinn. Atvinnuleysi hafði alltaf verið nokkuð á Suðurnesjum. Samdráttur í sjávarútvegi jók á vandann. Og svo fór herinn. Og enn biðla Suðurnesjamenn til utanaðkomandi með atvinnusköpun. Þannig virðist hafa skapast andvaraleysi, sem svo leiðir til skorts á frumkvæði heimamanna.
Austfirðingar eiga svipaða reynslu. Á síldarárunum var það þannig, að flestir síldarkóngarnir komu að sunnan. Þegar síldin brást sátu heimamenn eftir með sárt ennið. Síldarkóngarnir farnir suður, þangað sem gróði síldaráranna hafði streymt. Austfirðingar biðluðu til utanaðkomandi um atvinnuuppbygginu. Nú hafa þeir fengið Kárahnjúkvirkjun og álver á Reyðafjörð. Enn hvað svo. Enn virðast þeir í vandræðum.
Segja má, að ríkisvaldið hafi brugðist. Lítill sem enginn stuðningur er við uppbyggingu smáfyrirtækja og einstaklingsframtaks. Engin hvatning. Menn ganga á veggi reglugerðafargans. Litlir sem engir styrkir. Lánsfé er dýrt. Leggja verður allt að veði. Hús, og aðrar eignir, fjölskyldna, jafnvel ættingja og vina. Og svo öll skilyrðin og reglufarganið. Bæði dýrt og flókið, og óvinsamlegt í meiralagi. Venjulegu fólki er nánast gert ókleyft að bjarga sér! Þetta þarf að breytast, svo við getum hætt að reiða okkur á aðra um atvinnu og lífsviðurværi! Framtíðin er ekki í stóriðju!
![]() |
Koltrefjaverksmiðjur undirbúnar á tveimur stöðum norðanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)