8.2.2010 | 17:56
Hverju gleymir Kristrún? Snaran hnýtt um háls þjóðarinnar!
Umræðan hefur verið furðuleg um Icesave-mylluna. Einn þeirra ráðuneytismanna, sem hnýttu snöruna um háls þjóðarinnar, Kristrún Heimisdóttir tók nýverið til máls í fréttablaðinu. Þar segir hún, að Svavarsnefndin svokallaða hafi ekki notast við hin svo kölluðu Brüssel-viðmið við samningsgerðina. Þar vísar Kristrún til samnings, sem undirskrifaður var 15. nóvember 2008. Horfi maður framhjá "Memorandum of understanding", kallað minnisblað eða minnismiði af sumum, þá er samningurinn frá 15. nóvember 2008 fyrsti Icesave-samningurinn. Margir hafa vilja afneita þessu plaggi og telja það ómark. En aðrir, þar á meðal þjóðréttarfræðingar, halda því fram, að með þessum samningi hafi snaran verið hnýtt um háls þjóðarinnar. Úr þessari snöru höfum við ekki komist. Og enginn hefur boðist til að skera okkur úr snöru þessa Icesave-samnings númer 1. Hér má sjá frétt á mbl.is af samningnum. Ljóst er, hvernig litið var á samning þennan á stjórnarheimilinu :
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/16/icesave_deilan_leyst/
Skoðið endilega viðhengið með fréttinni. Það hefur sést víða, meðal annars hér á blogginu og verið kallað rugl og gömul tugga af sumum. Sem eru nú í önnum við að ritskoða söguna!
Hér er svo fréttatilkynning ríkisstjórnarinnar frá 11. október 2008: þetta samkomulag er hið svokallaða "Memorandum of understanding."
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter.J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter. J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Framhjá þessu skautar Kristrún léttilega. Telur kannski rétt að fegra hlut ISG, og þar með sinn í málinu! Þarna er talað um lánafyrirgreiðslu Hollendinga til Íslendinga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)