Sjaldan er ein báran stök!

Það var svo sem ekki við öðru að búast en að samskonar lið tæki við og nú hrökklast af þingi!  Tveir blindir frjálshyggjupésar, sem viðurkenna aðeins einn eignarrétt, einkaeignarréttinn.   Og svo ein beint af spena hins opinbera, sem er einskonar lífsmáti hinna þægu og þóknanlegu innan fjórflokksins!  Sigurður Kári, sérstakur áhugamaður um brennivín, fór beint á spena hins opinbera, þegar kjósendur höfnuðu honum á sínum tíma  (skrýtið hvað margir áhangendur hins frjálsa framtaks eru áhugasamir um dropann úr þeim spena).  Og Óli Björn mun vera einn af kálfum hins hrunda bankakerfis, sem voru teknir reglulega á spenann, og skuldar upphæð, sem almúgamenn kunna vart að krota á blað, hvað þá meir!


mbl.is Þrír nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!

Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu.  Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu.  Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi!  Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar!  Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið.  Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni.  Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið!  Hvað segir það okkur?  Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið!  Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það!  Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir!  Hér ríkir Thatcher-ismi:  Markaðurinn sér um fátæklingana!  Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig!  Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!

Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðinStefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar.  Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn.  Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!

Ætli ég endurveki ekki þessa færslu vikulega þar til breytt verður um stefnu!


Rannsóknarnefnd Alþingis þarf að starfa áfram. Og skila skýrslu eftir hvert kjörtímabil!

Svona skýrslu þarf að setja saman eftir hvert kjörtímabil!  Væntanlega yrðu slíkar skýrslur styttri og smám saman vitnisburður um betra siðferði og vandaðri vinnubrögð!  Fáir myndu voga sér að hegða sér eitthvað í líkingu við það sem lýst er í Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis,  ef þeir mættu búast við svona rannsókn reglulega!

Bloggfærslur 18. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband