13.5.2010 | 18:44
Styrmir Gunnarsson, innvígður og innmúraður ritstjóri Kolkrabbans, skrifar bók. Bók eftir bók með þvottapoka!
Merkilegt með Styrmi Gunnarsson. Hann er innanbúðarmaður valdaklíkunnar, sem skapaði þetta ógeðslega samfélag sem honum er svo tíðrætt um. Innsti koppur í búri, innvígður og innmúraður! Hann lætur sem saklaust fórnarlamb og áhorfandi. Hann skrifaði áður bókina Umsátrið. Setti þar fram fáránlega hugmynd um vonda útlendinga sem bæru ábyrgð á óförum Íslendinga. Sú kenning féll, skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis felldi kenningu hins saklausa ritstjóra málgagns valdsins!
Styrmir fjallar m.a. um Icesave í nýju þvottapoka-bókinni sinni. Hann gleymir því hvernig FLokkurinn, sem hann þjónaði svo dyggilega allan sinn starfsaldur, fór með þetta mál haustið 2008. Gekk að samkomulagi við Evrópusambandið fyrir hönd Breta og Holendinga, þar sem gengist var undir túlkun ESB, Breta og Hollendinga á málinu. Hann gleymir líka þingsályktunartillögu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde frá í desember 2008 um ríkisábyrgðina. Hann gleymir líka samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þar sem samþykkt er að afgreiða Icesave málið. Yfirlýsingin var undirrituð af Davíð Oddsyni og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, gleymum því ekki góðir hálsar. Síðan hefur þessi myllusteinn hangið um háls þjóðarinnar!
Ekkert var gert til að hafa hemil á bönkunum allan þann tíma sem þeir voru í eign þessara skelfilegu eigenda sinna. Regluverk Evrópusambandsins var lágmarksregluverk og hvergi annarsstaðar var það látið duga eitt sér! Þeir sem töluðu fyrir aðgerðum til að hafa hemil á bönkunum voru álitnir snarbilaðir , öfundsjúkir og niðurrifsseggir, sbr. Ögmund Jónasson!
Styrmir kórónar meistaraverkið með því að setja fram mjög svo einhliða túlkun og útúrsnúning á niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis á Icesave! RNA kveður ekki upp úrskurð um greiðsluskyldu eða ekki greiðsluskyldu, heldur teflir fram sjónarmiðum! Styrmir með þvottapokann sér í hönd dregur fram það sjónarmiðið, sem honum hugnast og oftúlkar niðurstöðu RNA.
Hinum saklausa fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, hinum innvígða og innmúraða, væri sæmra að hætta þessari spunaræpu sinni í þágu hinnar seku og gerspilltu valdastéttar. Og lýsa yfir samsekt vegna hins ógeðslega samfélag, sem hann tók fullan þátt í að skapa!
Bið svo að heilsa Bláu Höndinni! Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2010 | 15:39
Veldissprotinn skekinn framan í mótmælendur!
Borgarastéttin, eða valdastéttin eða hvað menn vilja kalla efsta lag samfélagsins, er hrædd og skelfd. En hún er líka svekkt. Hluti hennar sölsaði undir sig auð og vald. Tók kerfi valdastéttarinnar í rassgatið, rændi og ruplaði umfram viðkennt mörk. Og það svekkir mest í þeim ranni. Að mergsjúga vinnuaflið og alþýðu manna er viðkennd aðferð til að auðgast. Smá frávik frá lögmætum aðferðum eru líka viðurkennt, sbr. Ásbjörn þingmann og slorgreifa! Nú er reynt að hrista veldissprotann framan í almúgann með því að tukta til mótmælendur í hinu borgaralega dómskerfi valdanna, Þeir skulu sko fá að kenna á því! En ekki Ásbjörn og hans líkar. Borgarastéttin og snatar hennar skelfast líka óvænta ósvífni sérstaks saksóknara, að ganga hreint til verks, enda aldrei meiningin. Ekki Það sem til stóð. Margir hugsa Rannsóknarnefnd Alþingis þegjandi þörfina. Henni var ekki ætlað að fletta ofan af spillingu æðstu valdsmanna. Því skal veldissprotinn skekinn! Óttinn við enn frekari mótmæli og óttinn við að veldið veikist veldur því að nú skal herða tökin. Réttarhöldin nú eru skilaboð til almennings að halda sig á mottunni, og voga sér ekki að efast um vald yfirstéttarinnar, borgarastéttarinnar, stofnana hennar og helgi einkaeignarinnar! Allt þetta er undir ef órói færist út á göturnar á ný. Hefjist Búsáhaldabyltingin á ný með pólitísku innihaldi. Nú þegar flett hefur verið ofan af ósvífni og purkunarlausri spillingu valdsmanna og auðmanna!
Meðvirkir hægriofstopamenn verja nú framferði dómara og lögreglu í málum mótmælenda. M.a. Jón Valur Jensson sem sjálfur hefur staðið æpandi ókvæðisorð og berjandi á rúður Alþingishússins til þess eins að trufla störf þingmanna og starfsmanna þingsins. Opið réttarhald telja þeir óþarfi. Og reyndar réttarhaldið sjálft, því þeir hafa nú þegar dæmt sakborningana seka! Opið réttarhald telst til mannréttinda og það telja hægriofstopamenn óþarfi að virða. það gerðu heldur ekki Franco og Pinochet! Að ógleymdum Jaruselski!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2010 | 02:58
Forði því allir heilagir...
![]() |
Brynjar formaður Lögmannafélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2010 | 02:29
Silkihanskar hins meðvirka þjófavinafélags!
Margt heimskt heyrir maður og sér þessa dagana! Það heimskasta er þegar hér er upprisið eitthvert lið sem telur að taka eigi á grunuðum þjófum, þessum sem komu þjóðarbúinu á kaldan klaka með aðstoð siðspilltra stjórnmálamanna, með sérstökum silkihönskum! Ekki megi fangelsa þá fyrr en dómur hafi fallið. Gæsluvarðhald þykir óþarfi yfir góðmennum þessum; væntanlega vegna þess að þeir séu svo vandaðir menn að þeir greini satt og rétt frá öllu sínu. Rökstuðningur er í sjálfu sér enginn fyrir vitleysunni annar en heimakokkað rugl og guðspjallakjaftæði "góða fólksins."
"Góða fólkið" lýsir því líka yfir hvert annað þvert "að það gleðjist ekki" yfir hinu og þessu. "Góða fólkið" virðist halda, að sérstök gleði ríki í brjóstum fórnarlamba ofangreindra brotamanna og klappstýra þeirra um þessar mundir. Líklegra er, að þar ríki frekar kvíði og ótti fyrir framtíðinni, en einhver sérstök gleði. Margir hafa misst heimili sín, aðrir munu missa þau innan tíðar. Til eru þeir sem misst hafa ástvini sína vegna efnahagshrunsins. Lífið hefur borið þá ofurliði. Allt er þetta fólk fórnarlömb athafna þeirra, sem nú sæta rannsókn sérstaks saksóknara. "Góða fólkið" með silkihanskana sína ætti aðeins að rífa sig uppúr meðvirkni sinni með þjófum, svikurum og skjalafölsurum og huga að þeim veruleika sem stór hluti þjóðarinnar býr við! Hverjum degi þurfa alltof margir að mæta með kvíða og ugg í brjósti!
Sumir þessara "góðu" hafa svo tekið sig til og rifjað upp lofgjörðarsöngva um Davíð. Ekki þann úr Gamla Testamentinu heldur þennan sem sat í Seðlabankanum. "Davíð sagði...Davíð benti á....Davíð gerði...Davíð vissi allt, alltaf..." En hvar er það skjalfest að Davíð hafi sagt þetta eða hitt, og varað við hinu og svo þessu. Gjörðir Davíðs og svo aðgerðaleysi eru í hrópandi mótsögn við goðsögnina um forspár Davíðs og mikla visku. Aflétting bindiskyldu á bankareikningum bankanna í útlöndum er eitt dæmi sem afsannar goðsögnina. Eitt heyrði maður í dag og það var, að Geir H. Haarde og Tryggvi Þór hefðu skipað Davíð að lána Kaupþingi 80 milljarða rétt fyrir hrun. Afsönnun þessa er, að Seðlabanki Íslands er óháð stofnun og ríkisstjórnin gat ekki sagt Davíð fyrir verkum! Því var margsinnis haldið til haga haustið 2008 að ekki væri hægt að hrófla við neinu í SÍ að óbreyttum lögum, þar sem SÍ væri óháð stofnun og ekki á valdi ríkisstjórnar að segja þar fyrir verkum. Eftir á speki Ólafs Arnar, og fleiri, er því bull eitt, einsog þvælur þeirra og rógur um sérstakan saksóknara (að handtökurnar séu fjölmiðlasirkus og til að gleðja almenning o.s.frv.). Davíð varaði ekki við neinu og hann ber sjálfur ábyrgð á afglöpum sínum! Sem og fortíð sinni allri, og húrrahrópum fyrir bankabófunum! Leyfum svo sérstökum saksóknara að vinna vinnuna sína, lögin og réttlætið munu ná fram að ganga hvað sem líður níði og niðurrifi ykkar hinna meðvirku! Látið ekki viðvörunarorð Evu Joly um ykkur verða að veruleika. Skammist frekar til að halda kjafti!
![]() |
Hæstiréttur tók ekki kæru fyrir í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)