16.5.2010 | 17:38
Síðunni hefur borist bréf/svar frá skrifstofu Vinstri grænna! Því hefur verið svarað og birtast skrifin hér.
Vegna færslunnar um leppstjórn AGS og AGS sendi ég bréf á skrifstofu Vg í svipuðum dúr! Hér er svar Drífu og svar mitt við því! Nú er bara að sjá, hvort "eins fljótt og auðið er" verður ekki bara of seint!
Subject: Svar frá VG
Date: Sun, 16 May 2010 13:45:33 +0000
From: Drifa@vg.is
To:
Date: Sun, 16 May 2010 13:45:33 +0000
From: Drifa@vg.is
To:
Sæll Auðunn,
Við vinnum að því öllum árum að koma okkur út úr prógrammi AGS eins fljótt og auðið er. Við tókum við stjórn landsins þegar þessir herrar voru nú þegar komnir hingað og höfum verið að vinda ofan af því síðan. Sem betur fer lítur út fyrir að það geti orðið fyrr en seinna.
kveðja,
Drífa Snædal
framkvæmdastýra
Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
s 695 1757
RE: Svar frá VG. Allar ríkisstjórnir eru í eðli sínu vondar. þær gæta fyrst og fremst hagsmuna ríkjandi stéttar, auðvaldsstéttarinnar.
From: | ![]() |
Sent: | Sun 5/16/10 4:49 PM |
To: | drifa@vg.is |
Sæl! Það leyfi ég mér að efast um! Hér er verið að brytja niður samfélagið til að auðvaldið fái sitt! HS er aðeins fyrsta orkufyrirtækið sem fellur í hendur útlendinga og þar með arðurinn af rekstrinum. Viðskiptavinirnir munu sjá gríðarlega hækkun á verði hjá fyrirtækinu; borga þarf af lánum sem tekin voru fyrir kaupunum og borga arð til hluthafa! Siðan verður stefnt að því að hér verði ekki Íbúðalánasjóður í eigu hins opinbera (draumur frjálshyggjumanna rætist á vakt VG). Að því loknu kemur röðin að heilbrigðiskerfinu. Áður en AGS hefur lokið sér af verður hér ekkert opinbert heilbrigðiskerfi, heldur allt í eigu einkafyrirtækja með sínar arðsemiskröfur! Allt þetta mun gerast á vakt VG þar sem engin viðspyrna er hjá ríkisvaldinu. Við vitum bæði hverju Steingrímur J. myndi svara: "Ég myndi nú ekki orða það þannig." Þarf virkilega Nýja Búsáhaldabyltingu til að fá ríkisstjórnina til að rumska og til að verja hagsmuni þjóðarinnar fyrir ásókn og yfirgangi auðvaldsins? Það hefur ekki borið mikið á því!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2010 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)