27.5.2010 | 20:24
27.5.2010. Verður það hlutskipti Vg undir forystu Steingríms og leiðsögn AGS að láta alla drauma nýfrjálshyggjumanna rætast á Íslandi?
Verður það hlutskipti Vg undir forystu Steingríms og leiðsögn AGS að láta alla drauma nýfrjálshyggjumanna rætast á Íslandi? Ekki virðist vera mikil viðspyrna hjá ríkisstjórninni gegn kröfum og hugmyndafræði AGS. Steingrímur kýs að sparka frekar í eigin liðsmenn en að sporna við fótum gegn frjálshyggjuáætlunum AGS og ESB! Lilja Mósesdóttir fær að kenna á því fyrir að standa föst fyrir og minna Steingrím á tilmæli þingflokksins í Magma-málinu. Árni Þór syngur svikasönginn með Steingrími. Þrír viðstaddra á fundi þingflokksins hafa staðfest orð Lilju. Þorleifur Gunnlaugsson, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja.
Hvaða trakteringar fær Svandís Svavarsdóttir eftir útspil sitt í auðlindamálum þjóðarinnar? AGS og ESB gera kröfur um að einkaaðilar eignist þær allar. Leið Norðmanna má reyna en sjálfsagt verður sprenging innan Samfylkingarinnar. Hjólar Steingrímur í Svandísi? Er hún gengin í lið með órólegudeildinni? Auðlindir þjóðarinnar eru í hættu.
Allsstaðar þar sem AGS kemur elta sjóðinn hýenurnar til að hirða auðlindir þjóða. Reynt er að þrengja sem mest að þjóðum og fyrirtækjum þeirra. Koma almúganum á hnén og skera niður samfélagsþjónustuna. Einkavæða heilbrigðis- og menntakerfið, einkavæða auðlindirnar, selja fyriritækin og brytja þau niður. Þegar þessu er lokið hefur AGS hefur unnið sitt verk og getur yfirgefið landið í rúst og almúgann á vonarvöl. Einsog alltaf var ætlunin með komunni.
Og yfirstéttin, auðvaldið og stjórnmálaelítan, flýtur ofaná einsog kúkurinn í ræsinu. Með bitlinga sína og mútufé.
Nú er ekki réttlætanlegt lengur að styðja þessa leppstjórn AGS!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2010 kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2010 | 11:27
Fátækt á Íslandi er pólitísk ákvörðun allra flokka!
Fátækt á Íslandi er afleiðing af pólitískri stefnumótun á sama hátt og sífelldur peningaskortur í heilbrigðiskerfinu. Í eina tíð urðu allir stjórnmálaflokkar sammála um að "auðvitað" þyrfti að spara/skera niður í heilbrigðiskerfinu. Öfugt við Skandínava, sem forða þjóðfélagshópum með lágar tekjur frá fátækt, höfum við samþykkt fátæktina með þögn, aðgerðum og aðgerðarleysi! Við höfum ekki beitt skattakerfinu til tekjujöfnunar! Það er til marks um áhugaleysið hér á landi um þessi mál, að ég þurfti að leita lengi að bloggfærslum um málið. Fréttir af þessu máli er ekki að finna á Smugunni. Vinstrigrænir bloggarar eru áhugalausir um málið! Hvað segir það okkur? Jú, sá flokkur er líka búinn að samþykkja ástandið! Meirihluti svokallaðra jafnaðarmanna á íslandi hefur ekki hugmynd um hvað jafnaðarstefna er, og hefur heldur ekki áhuga á að vita það! Sósíalistar eru vandfundnir og undir sömu sök seldir! Hér ríkir Thatcher-ismi: Markaðurinn sér um fátæklingana! Og stjórnmálaelítan er öll sammála um að hafa það þannig! Fátæktin er ekki hennar mál, heldur mál góðgerðafúsra kellinga!
Thatcherismi=Blairismi=Þriðja leiðin: Stefna Samfylkingarinnar undir forystu Ingibjargar Sólrúnar. Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, er fulltrúi þessarar stefnu í núverandi ríkisstjórn. Jóhanna og Steingrímur hafa samþykkt þessa stefnu nú, ef marka má aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna!