Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þjófa og þjófsnauta, og fleiri samseka.

Í sjálfumgleði minni sem Íslendings hef ég verið nokkuð ánægður með skýrsluna, þó ég ætli mér ekki að fara fjalla um hana í stórum stíl.  það sjá aðrir um, og sumir í þeim tilgangi að hvítþvo sjálfa sig eða Flokkinn sinn.

Nú fer ég að efast um ágæti skýrslunnar eftir að William K. Black lýsti því hversu bláeygir skýrsluhöfundar eru gagnvart hinum meintu glæpamönnum, sem áttu bankana, stjórnuðu þeim og störfuðu í þeim!  Þeir hafi rænt bankana vafningslaust undir vökulu eftirlit opinberra embættismanna með samþykki og velþóknun stjórnmála- og embættismannaelítunnar.  Ýmsir hafa þegið styrki og fengið himinhá lán hjá glæpaklíkunum.  Í minni orðabók eru slíkir þjófsnautar, og þeir sem snúa blinda auganu að glæpsamlegu framferði samsekir!  Og sumir eru hvorutveggja þjófsnautar og samsekir.

***

Stundum skellir maður uppúr við lestur blaðanna.  það gerðist í morgun, þegar ég las forsíðufrétt Fréttablaðsins um tryggingasvik.  Það segir m.a. annars:  "Páll Sigurðsson, sérfræðingur hjá Sjóvá, segir sviðsetta árekstra og þjófnaði vandamál hér á landi."  Þetta er einsog að nefna snöru í hengds manns húsi hafandi sögu Sjóvár í huga!  Tryggingasjóður Sjóvár var tæmdur, sem kunnugt er, vafningslaust og með Vafningi Engeyjarættarinnar!

***

Neðar á síðunni segir svo Guðlaugur Þór Þórðarson, að hann hafi ekki hugleitt að segja af sér.  Þó ekki væri!  Og að ekki sé víst að hann sé styrkjakóngur stjórnmálanna.  Sem er náttúrulega aðalmálið!


Bloggfærslur 3. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband