Vatnalögunum frestað einu sinni enn!

Bréf frá Margréti Tryggvadóttur, þingmanni Hreyfingarinnar!  Svar við fjöldapósti!

Takk fyrir bréfið, 

Við erum sammála ríkisstjórnarflokkunum um að vatnalögin frá 2006 beri að afnema strax. Það sem flækir málið er klúður iðnaðarráðherra sem er ekki tilbúin með frumvarp að þeim lögum sem eiga að koma í staðinn, þrátt fyrir að svokölluð vatnalaganefnd 2 hafi skilað frumvarpsdrögum 1. desember s.l. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sáu sér leik á borði með því að hóta málþófi nú í þinglok verði gildistöku laganna frá 2006 ekki frestað í þriðja sinn frekar en að þau séu afnumin alveg. Ég hugsa að lendingin verði að þeim verði frestað einu sinni enn en svo afnumin þegar ný koma í staðinn. Mér finnast lögin frá 2006 stórhættuleg og miður að þau skuli ekki vera afnumin strax. Ég er á áliti meirihluta iðnaðarnefndar vegna þessa, reyndar með fyrirvara vegna ömurlegra vinnubragða iðnaðarráðherra. Álitið má sjá hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/1299.html

Bestu kveðjur,

Margrét


Bloggfærslur 13. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband