18.6.2010 | 22:24
Hæstaréttarbyltingin býður uppá möguleika fyrir fólk.
Kannski næsta bylting á Íslandi verði vatnsbylting! Við höfum á stuttum tíma fengið tvær byltingar ef má orða það þannig. Fyrst Búsáhaldabyltinguna og svo nú þessa byltingu, sem Hæstiréttur setti af stað. Rétturinn hefur vikið til hliðar þeirri "heilögu" reglu að fjármagnseigendur og bankarnir eigi allan rétt. Fólkið engan! Það sem meira er, að verið getur að dómur Hæstaréttar verði það "boost" fyrir efnahagslífið sem ríkisvaldið hefur tregðast við að setja af stað! Það verður meira fjármagn í umferð, neysla og eftirspurn verður meiri! Og setji jafnframt af stað öldu lagfæringa, sem kallað hefur verið eftir, á öðrum skuldbindingum almennings. Sú verður krafan! Það er komin sprunga í glerhúsið! Ein leið til að binda enda á efnahagskreppu er að auka peningamagn í umferð (Bill Still t.d.). Lagfæringar á lánakjörum almennings gæti einmitt verkað sem leið til þess. Ekki hefur mátt gefa efnahags- og atvinnulífinu inn, því þá hefði atvinna aukist. Það eitt og sér hefði gert réttinn súran á metseðlinum. Eignaupptakan hefði verið trufluð vegna þess að fólk í fullri vinnu getur greitt af lánunum sínum. Það mátti ekki gera neitt fyrr en eignaupptakan væri um garð gengin!
Ríkisstjórninni er vandi á höndum! Dómur Hæstaréttar truflar nefnilega eignaupptökuna, sem er einn af föstu réttunum á matseðli AGS. Og alltaf í boði! Þessvegna truflar dómurinn áætlun AGS. Þessi matseðill AGS hefur líka inni að halda einkavæðingu auðlinda. Þess vegna mátti ekki afnema Vatnalögin frá 2006. Þessvegna voru ekki tilbúin ný vatnalög í iðnaðarráðuneytinu, því aldrei stóð annað til en að 2006 lögin tækju gildi. Eignaupptaka á eignum þjóða er fastur réttur á matseðli AGS. OG eignaupptaka á heimilunum er þar líka reglulega í boði. Nú er sem sé áætlun AGS í uppnámi, þannig séð! Og ráðamenn slegnir ótta
18.6.2010 | 01:18
XXX segir ekki rétt sagt frá ferð hans !
XXX segir, að ekki sé rétt, að hann sé í '?í boði einhvers sem tengist MMM! Þar sem svo er í pottinn búið er rétt og ljúft að biðja hann afsökunar á því sem rangt er í frásögninni! Leitt að hafa ekki farið á síðuna fyrr í dag!
Athugasemd XXX:
XXX, 17.6.2010 kl. 15:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.6.2010 kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heyrðu væni, hefði ekki verið nær að hafa samband við mig til að tékka söguna af áður en svona hugarburður og getsakir eru sett á blogg og sent á alla alþingismenn?!
Það er rétt að undirritaður er staddur í ???, kom þangað núna í morgun (þjóðhátíðardaginn) til að vera viðstaddur brúðkaup. Bróðir brúðgumans er ágætur vinur minn, Íslandsvinur mikill og bauð mér og konunni minni í brúðkaupið (leturbreyting AG) Þessi ferð er á minn eigin kostnað að öllu leyti. MMM tengist þessu bara alls ekki neitt (leturbr. AG), ef þú veist um einhverjar fjölskyldutengingar brúðhjónanna við það fyrirtæki þá veistu meira en ég.
"Let the bastards deny it", sagði Nixon, það er kannski nýja Ísland?
En gleðilega þjóðhátið, annars.